Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 57
Að viðurkenna jazzinn sem list, hefur
treglega gengið smáborgurum heims-
ins. Kvikmyndalistin og formbylting-
ar ýmissa listgreina, er fram komu um
líkt leyti hafa hlotið almenna viður-
kenningu, en jazzinn hefur alltaf ver-
ið einskonar Öskubuska heimslistar-
innar. Kannski á upphaf hans sinn
þátt í því. Þeir skópu hann, leysingj-
arnir svörtu, léku hann í svertingja-
hverfum stórborga Suðurríkjanna, yf-
irleitt á sóðalegum veitingakrám.
Hún var ekki féleg vaggan sú, að
minnsta kosti ekki í augum amerísks
góðborgara.
Það er enginn vafi á, að jazzinn
skapaðist í Suðurríkjum Bandaríkj-
anna nokkru eftir Borgarastyrjöldina
(1861—65). Negrar þeif, er fluttir
voru sem þrœlar frá Vestur-Afriku til
Norður-Ameríku höfðu engin tœki-
fœri til að leika í eigin hljómsveitum
fyrr en oki þrœlsins hafði verið lyft
af herðum þeirra. En þó þeir gœtu
ekki stundað hljóðfœraleik, gátu þeir
sungið. Og þeir sungu, hvar sem var
við vinnu sína á ökrunum eða undir
hringdönsum sungu þeir afríska
söngva. Frá þessum söngvum kom
aðalundirstaða jazzins, Vestur-Afrísk
tónlist. Með tímanum mynduðust ný
form meðal þrœlanna og af þeim eru
frœgust sálmarnir og blues.
Sálmarnir eru söngvar vonarinnar þar
sem blues er aftur á móti söngur von-
leysisins, söngur sorgarinnar. Blues
55