Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 61

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 61
Leiklist ó liðnum árum Sigurður Grímsson ritar leikhúsannál 1950—1962 IV. grein Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína leikárið 1951—'52 með framhalds- sýningum á óperunni Rigoletto, sem áður segir, en annað viðfangsefni leikhússins á leikárinu var „Ljenharður fógeti" eftir Einar H. Kvaran. Var leikritið frumsýnt 22. september 1951 og var alls sýnt 12 sinnum. Leikstjóri var Ævar R. Kvaran og lék hann einnig aðalhlutverkið, Ljen- harð. Aðrir leikendur er fóru með meiriháttar hlutverk voru Jón Aðils er lék Torfa í Klofa, Þóra Borg er lék kvenskörunginn Helgu konu hons, Valur Glslason er fór með hlutverk Ingólfs bónda, Elín Ingvarsdóttir er lék Guð- nýju dóttur hans, Róbert Arnfinnsson er lék Eystein úr Mörk og Klemenz Jónson er lék Freystein („Kotstrandar- kvikindið"). — Höfundur leiksins, Einar H. Kvaran, var um langt skeið einn af ágcetustu og mikilhœfustu rithöf- undum landsins og dáður af öllum þorra landsmanna fyrir ritverk sín, einkum þó smásögurnar sem flestar eru frábœr skáldskapur og sumar hreinar bókmenntaperlur. Hann var einnig athyglisvert leikritaskáld, enda þótt hann tœki ekki að semja leikrit fyrr en hann var kominn á efri ár. „Ljenharður fógeti" hefur notið mikilla vinsœlda, en er þó ekki jafn gott verk og t.d. leikrit hans „Syndir ann- arra" sem Leikfélag Reykjavlkur sýndi hér fyrst leikárið 1914—15. Nœsta viðfangsefni Þjóðleikhússins var leikritið „Dóri" eftir Tómas Hallgrímsson. Leikstjóri var Indriði Waage. Leikurinn var frumsýndur 25. október 1951 og sýnt fjórtán sinnum. Höfundur leiksins var og er góðkunnur Reykvík- ingur og vinsœll og tók um skeið allmikinn þátt í leiklistar- lífi bœjarins. Það vakti því mikla eftirvœntingu bœjarbúa, er það vitnaðist að leikrit eftir hann vœri á uppsiglingu á svið Þjóðleikhússins. Efni leiksins, sem er gamanleikur, er nœsta frumlegt, byggist í meginatriðum á yfirnáttúrlegri þefskynjan Dóra, aðalpersónu leiksins. Veldur þessi furðu- legi hœfileiki Dóra ekki aðeins byltingu í ilmvatnaiðnaði heimsins og leysir öll fjárhagsvandrœði íslenzku þjóðar- innar heldur verður hann til þess að skapa nýja list ilms- ins, sem hefur ótakmarkaða möguleika. — Leikendur voru: Haraldur Björnsson er lék skáldið Jakob Johnsen, veiga- mesta hlutverk leiksins, og bar leikinn að mestu uppi með snjallri túlkun sinni á persónunni og ágœtu gerfi. Meðal annara leikenda má nefna Baldvin Halldórsson er lék Coty verksmiðjueiganda, Gest Pálsson, er lék Moris, bónda og mág Johnsens skálds, Steindór Hjörleifsson, er lék son hans, Dóra, sem gœddur er hinni yfirnáttúrlegu þefskynjan og Val Gíslason, er fór skemmtilega með hlut- verk ensks laxveiðimanns, Sir John's Harrison's. Leiktjöld gerði Lárus Ingólfsson. Voru þau afbragðsvel gerð og féllu sérlega vel við efni leiksins. Hinn 14. nóvember 1951 frumsýndi leikhúsið likritið „Hve gott og fagurt" eftir enska rithöfundinn W. Somerset Maugham í snjallri þýðingu Árna Guðnasonar. -— í leik- riti þessu rœðst höfundurinn vœgðarlaust og með mark- vissri fyndni á sjálfsánœgju manna, hrœsnina og yfir- drepskapinn, er klœðir eigingirnina gerfi mannúðar og fórnfýsi. Höfundurinn hefur kallað leikinn „farsa" og er það vissulega rétt enda þótt hann stilli þar öllu í hóf af 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.