Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 67
Innlendar fréttir
Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína þann
21. september með sýningum ó GÍSL
eftir írska skóldið Brendan Behan. Að
öðrum verkum sem Þjóðlei khúsið
mun taka fyrir ó komandi vetri mó
nefna FLÓNIÐ eftir franska skóldið
Marcael Achard, danska söngleikinn
TEENAGER LOVE, LÆÐURNAR eftir
finnska höfundinn Valentin Korell og
KRAFTAVERK eftir William Gibbson,
sem byggt er ó œvi Helen Keller.
Einnig mun ÞÞjóðleikhúsið í tilefni
400 óra órstíð Shakespeares sýna um
jólin HAMLET. Leikstjóri verður Bene-
dikt Árnason, og honum til aðstoðar
verður Disley Jones, sem einnig mun
gera leiktjöld, með titiIhIutverkið fer
Gunnar Eyjólfsson.
Barnaleikritið MJALLHVÍT OG DVERG-
ARNIR SJÖ verður einnig sett upp
undir stjórn Klemenzar Jónssonar, og
verða lögin úr teiknimynd Walt Disn-
eys notuð við leikinn.
Tveir gestaleikir heimsœkja Þjóðleik-
húsið í vetur, og er annar þegar kom-
inn. Það var Kgl. danski ballettinn,
sem getið er um annars staðar hér í
blaðinu. Hin gestaheimsóknin er Stutt-
gartóperan, sem mun sýna hér tvœr
óperur, DON GIOVANNE og BRÚÐ-
ARRÁNIÐ eftir Mózart.
Leikflokkur Helga Skúlasonar hefur
ferðazt víða um land í sumar og sýnt
gamanleikinn HLAUPTU AF ÞÉR
HORNIN.
Húsfyllir var ó flestum sýningum og
leiknum ókaflega vel tekið. 45. sýn-
ing var ó leiknum 27. september síð-
astliðinn. Leikendur eru 6, þau Erling-
ur Gíslason, Helga Bachmann, Pétur
Einarsson (nemandi í leiklistarskóla
L.R.), Guðrún Stephensen, Brynja
Benediktsdóttir og Helgi Skúlason.
Meðfylgjandi mynd er af leikurunum
Helga Skúlasyni, Pétri Einarssyni,
Helgu Bachman, Guðrún Stephensen
og Erlingi Gíslasyni. (sjó leikdóm)
Leikfélag Kópavogs er um þessar
mundir að Ijúka œfingu ó barnaleik-
ritinu HÚSIÐ í SKÓGINUM eftir
norsku skóldkonuna Kathy Vesly.
Leikstjóri er Lórus Pólsson. Leikritið er
þýtt af Gunnari Sveinssyni, magister.
Róðgert er að sýningar hefjist um 20.
þessa mónaðar.
Um síðustu mánaðarmót tók til starfa
leiklistarskóli ! Njarðvíkum undir
stjórn Sœvars Helgasonar, og verður
hann opinn öllum Suðurnesjamönn-
um.
Njarðvíkingar hafa endurvakið sitt
gamla leikfélag, Njarðvíkurleikhúsið.
Formaður leiknefndar er Sœvar Helga-
son. Félagið hyggst ekki koma upp
sýningum í vetur, þar sem félagsheim-
ili Njarðvíkinga verður ekki fullgert
fyrr en á vori komanda.
Leikfélag Hafnarfjarðar er byrjað œf-
ingar á ensku leikriti, sem í íslenzkri
þýðingu hefur hlotið nafnið JÓLA-
ÞYRNAR OG BERGFLÉTTUR. Leikritið
er þýtt af Þorsteini Ö Stephensen.
Var það flutt ! útvarpið fyrir 5—6
árum. Leikstjóri er Klemenz Jónsson.
í vetur munu Leikfélög Kópavogs og
Hafnarfjarðar starfrœkja sameigin-
legan leiklistarskóla undir stjórn Guð-
jóns Inga Sigurðssonar. Þrír til fjórir
tímar verða ! viku, þar sem kennd
verður framsögn og nútímaleikur,
klassískur leikur og látbragðsleikur.
Hinir timarnir verða ! fyrirlestrar-
formi, þar sem rœtt verður um ýmis
þau atriði, sem að gagni mega koma
fyrir hinn verðandi leikara, t. d. mun
! þessum tímum vera farið í leikstíl
frá ýmsum timum, leiklistarsögu,
andlitsförðun o. fl. Til fyrirlestranna
verða fengnir fœrustu menn á hverju
sviði.
Sú nýbreytni verður tekin upp við
skólann, að félögum leikfélaganna
verður gefinn kostur á að hlýða á
fyrirlestra þessa.
65