Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 72
Brendan Behan:
Offcflrykkia —
engin félagsieg smán
9. febrúar 1923 fœddist ég í Dublin í Holles Street. Faðir
minn var þá vegna lýðrœðisskoðana sinna í fangabúð-
um, þar sem voru 10.000 fangar, þar á meðal núverandi
forseti lýðveldisins, Sean T. O'Kelly. Öll fjölskylda mín
var strang-lýðrœðissinnuð, og tóku allir virkan þátt í því
að frelsa Irland undan margra alda yfirráðum Englands.
A annan hátt en margir góðir þjóðernissinnar voru fjöl-
skyldumeðlimir kreddubundnir lýðrœðissinnar. Voru það
og eru þann dag í dag. Faðir minn, Stephan Behan, er
forseti ,,Málara- og skipamálarafélags" írlands. Móður-
brcðir minn, Peader Kearny, skrifaði „Soldiers Song", nú-
verandi þjóðsöng, og mörg önnur byltingarljóð. Hann var
líka málari að iðn.
Hvað trúarbrögð sneríi, var fjölskylda mín alltaf kaþólsk
og mjög andvíg klerkum. Það er undarlegt, en ég veit
ekki um neinn klerk í nokkrum œttlið fjölskyldu minnar
og ég veit ekki til, að neinn fjölskyldumeðlimur hafi dáið
án klerklegrar þjónustu. Deo Gratias. Faðir minn var 1922
settur út af sakramentunum af því að hann var lýðrœðis-
sinni, og ég 1939; en í kaþólskum löndum hneyklast
enginn á þvl — allra sízt presturinn — þegar um það er
að rœða að ganga í hjónaband eða vera jarðsettur. Ég
er lélegur trúmaður— eins og margir aðrir meiri háttar
listamenn. Samt lifi ég í þeirri von, að frceðsla kirkjunnar
um annan heim standi betur heima en skoðanir hennar
á þessum heimi. Annars geta hinir góðu þjáðst um alla
eilífð með hinum vondu.
Ég óx upp í fátœkrahverfum Norður-Dublin. Stór hús,
þar sem heil fjölskylda bjó oft í einu herbergi. Við höfð-
um samt tvö: eldhúsið og bakherbergið. í eldhúsinu var
geysimikil eldavél. Þar borðuðum við og höfðumst við á
daginn. Faðir minn og móðir og ungbarnið hverju sinni
— við vorum átta, sjö strákar og ein stelpa — sváfu þar
og hin börnin sváfu í bakherberginu, sem aðskilið var
frá framherberginu með vœngjahurð. í framherberginu
var rekið smáhóruhús.
Fyrir því, sem þar fór aðallega fram, höfðum við lítinn
áhuga, en ég hafði gaman af samtölunum, sem við gát-
um vel hlustað á, og einnig af söngnum, þegar fólkið var
drukkið. Og allt var mjög huggulegt og heimilislegt á
dimmum vetrarnóttum.
Ég gekk I skóla hjá frönskum líknarsystrum í North Willi-
am Street — og raunar með ánœgju. Ég var eftirlœti
þeirra. Þegar ég var 1 1 ára, var ég sendur til Hinna kristi-
legu brœðra í North Circular Road — ég hataði þá, og
þeir hötuðu mig. Þeir voru bœndasynir úr sveit og óttuð-
ust börnin úr leigukumböldunum, alveg eins og við óttuð-
umst þá. Munkarnir hentu mér út 1936, og ég fór í iðn-
skóla að nema málaraiðn. Frá 9 ára aldri var ég í Fianna
Eirann, skátafélagi lýðrœðissinna, og 1937 var ég skip-
aður í I. R. A. (írska lýðveldisherinn) sem boðberi. 1939
var ég tekinn fastur I fyrsta sinn í Liverpool og dœmdur
til þriggja ára betrunarhúsvistar, af því að ég hafði
sprengiefni I fórum mínum. 1942 var ég látinn laus, gerð-
ur útlœgur og seinna dœmdur af herrétti I Dublin I
14 ára fangelsi vegna morðtilraunar á tveimur leynilög-
reglumönnum. 1946 var ég látinn laus I sambandi við
almenna náðun, en 1947 var ég aftur lokaður inni I Man-
chester, af því að ég aðstoðaði I. R. A.-mann við að flýja
úr fangelsi. Þeir gátu ekki sannað neitt samband mitt við
flóttann og dœmdu mig þar af leiðandi I 4 mánaða fang-
elsi vegna brots á útlegðardómi.
Til Frakklands kom ég I fyrsta sinn 1947. Ég vann um
hrlð I París við málningu á loftferðasýningunni á Gare
des Invalides og I St. Gratien. Fyrir skömmu lenti ég 1
orðasennu á Orly-flugvellinum. í greinum I France-Soir
og I Paris-Presse las ég, að ég hefði átt að segja, að ég
vildi ekki deyja fyrir Frakkland. Ég vildi heldur ekki deyja
fyrir Frakkland né heldur fyrir Irland, né yfirleitt — ef
það vceri I valdi mlnu; en I þessum greinum var það
borið upp á mig, að ég vœri andvígur Frökkum. Það, sem
ég I rauninni sagði, var að ég vildi ekki deyja fyrir
Air France. Ég elska Frakkland, en mitt eigið Frakkland.
Hið lýðrœðislega Frakkland. Ég elska írland, hið lýðrœðis-
lega írland.
Margt fólk I Quarter Latin hjálpaði mér auðvitað — og
okkar eigin írsku landar: Morris Sinclair, frœndur hans
John og Sam Beckett og Mark Mortimer, sem kennir við
British Institute. Claude Sarraut hefur llka oft gefið mér
að borða, en þetta voru allt listamenn. Hvað drykkjuskap
snertir verð ég að segja, að I Dublin á neyðartlmum œsku
minnar þótti ofdrykkja engin félagsleg smán. Ef manni
heppnaðist að fá nóg að borða, var það talin hetjudáð
— ef manni tókst að drekka sig fullan, þá var það sigur.
70