Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 92

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 92
HERMAÐUR: Það munar nú ekki nema fáeinum vikum. TERESA: Hvað heitirðu? HERMAÐUR: Leslie, en þú? TERESA: Teresa. HERMAÐUR: Teresa! — ekta írskt nafn, er það ekki ? Hvernig væri að fá sér nagla ? TERESA: Nagla? HERMAÐUR: Líkkistunagla — (Læzt reykja.) Sigarettu. TERESA: Nei, takk — ég reyki ekki. HERMAÐUR: Nei, ekki handa þér. Handa mér. TERESA: Nei — jú bíddu annars. (Tekur fram sígarettu.) Sko hún hefur ekki krumpast neitt að ráði. Pat gaf mér hana. HERMAÐUR: Ertu með eldspýtur, þeir tóku minar. (Teresa fær honum eldspýtur.) Þú gætir kannski útvegað mér pakka? TERESA: Já, ég skal útvega þér tuttugu stykkja pakka af Shamrock. HERMAÐUR: Nei, annars, — ég meina. Þakka þér fyrir, en tíu verða, held ég, alveg nóg. TERESA: Þú ert kannski ekkert hrifinn af irskum sígarettum? HERMAÐUR: Það er nú helzt. Ég sem fer aldrei heim í frí, án þess að taka með mér heilan helling af gömlu góðu Sham- rockunum. TERESA: Þá skaltu líka fá tuttugu. Þær verða að endast þér í alla nótt. (Fær pen- inga hjá Kötu, fer o. s. frv.) Ertu að leita að einhverju? HERMAÐUR: Nei, jú — öskubakka. TERESA: Undir rúminu? HERMAÐUR (roðnar): Ha? — Já. Eða kannski ég hafi bara verið að gá hvort ég fyndi ekki leynihurð. TERESA: Leynihurð? HERMAÐUR: Leynihurð. Já — er ég kannski ekki fangi eða hvað? TERESA: Nú verð ég víst að fara. HERMAÐUR: Kemurðu aftur með sígar- etturnar ? TERESA: Kannski. Annars er ég bara venjuleg þjónustustúlka hérna. (Fer.) HERMAÐUR (við sjálfboðaliðann): Hey! Halló ITjallíbiss! Buffaló Bill! (Sjálfboðaliðinn kemur. Hermaður hvísl- ar að honum.) PAT: Hvað er hann að segja? SJÁLFBOÐALIÐINN: Honum er —- —• e... hann þarf að skreppa snöggvast á prívatið, Sir. PAT: Nú og hvað svo? Getur nokkuð ver- ið á móti því? SJÁLFBOÐALIÐINN: Ja, það er nú ein- mitt það, Sir. Ég er sjálfur alveg kominn í spreng, og samt má ég ekki fara hænu- fet héðan frá dyrunum næsta klukkutím- ann. PAT: Þið getið þá orðið samferða. SJÁLFBOÐALIÐINN: Ekki nema biðja fyrst Offiserann um leyfi. PAT: Jæja, ég skal þá kalla á hann. — Sir! Eruð þér þarna Sankti Pétur. (Offiserinn kemur og Pat hvíslar í eyrað á honum, síðn við áhorfendur.) Hér er ekki aldeilis verið að flana að hlut- unum — ha? Manni verður mál, og það er farið með það eins og hernaðarleynd- armál! OFFISER: í eina röð! (Við Pat.) Þér fremst! Standið rétt! Áfram gakk! Staðar nem! Til hægri snú! Áfram gakk! Þið tveir haldið vörð um dyrnar meðan hann er inni. Þögn! TERESA (kemur hlaupandi með sígarett- urnar): Leslie! OFFISER: Hvað eruð þér að gera hér? TERESA: Hvar er hann ? OFFISER: Hvað kemur hann yður við? TERESA: Ekkert, Sir. Ég er bara með síg- aretturnar hans. OFFISER: Fáið mér þær. TERESA: Já, en það er hann sem á þær. PAT: (fyrir utan): Standið rétt! Áfram gakk! Til vinstri snú! (Þegar fylkingin kemur inn í herbergið.) Tilkynni, Sir, að gestur okkar er búinn að létta á sér. SJÁLFBOÐALIÐINN: Já, en hvað með mig? OFFISER: Þögn! TERESA: Hvar hefur hann verið? PAT: Hann skrapp frá til að gera svolítið sem hvorki þú né nokkur annar hefði get- að gert fyrir hann. TERESA: Leslie, ég kom með — OFFISER: Þetta er nóg! Út með yður, og hugsið um það sem þér eigið að gera. (Dregur Pat út í horn.) Hvernig er það með þessa stelpu þarna? PAT: Hvernig? Ha? Þér eruð þó ekki farinn að hugsa um óviðurkvæmilega hluti svona mitt í skyldustörfunum ? OFFISER: Er engin hætta á að hún kjafti frá? PAT: Tja — eins og þér sjálfur vitið, þá er kvenfólk alveg óútreiknanlegt. En það sakar auðvitað ekki að reyna, ef þér eruð orðinn mjög þurfandi... e ... Ég er bara hræddur um að þér séuð ekki hennar týpa, eins og þær segja. OFFISER: Ég er að spyrja hvort óhætt sé að treysta henni. PAT: Þér meinið hvort hún mundi hjálpa blókinni að flýja? OFFISER: Já. PAT: Hún mundi að minnsta kosti ekki gera neitt sem gæti dregið lögregluna hingað inn á okkur, svo mikið er víst. Og hvað snertir möguleikana á að hún hjálpi honum að komast burt héðan, ja, þá sé ég nú ekki betur en að hún sé þvert á móti staðráðin í að halda honum hér sem fastast, þeim virðist koma mjög vel sam- an. OFFISER: Já, einum of vel, að mínu áliti. PAT: Hverslags er þetta, stelpan er bara að reyna að hafa ofan af fyrir stráknum. Og ég held það séu ekki hundrað í hætt- unni þó hann fái eitthvað til að glingra við. Hann hefur þá á meðan um annað að hugsa en að öskra og brúka kjaft og reyna að koma af stað slagsmálum. Þau eru bara eins og tvær litlar íurtildúfur, krakkagreyin, svei mér þá. OFFISER: Fifl! Ég vil ekki hafa neinn gal- gopaskap í sambandi við þessa hluti. PAT (við áhorfendur); Jú, grunaði mig ekki. Ég skal nefnilega segja ykkur að þeir sem eru seigastir að freta úr byssum, skiptast í tvo hópa, — það eru þessir al- vörugefnu eibeittu og trúhneigðu, eins og hann þarna, og svo galgoparnir. OFFISER: Eins og þér. PAT: Ja, svo mikið er að minnsta kosti víst að þegar mest gekk á hér forðum tíð, þá voru það galgoparnir sem stóðu sig bezt í skyttiríinu. OFFISER: Af hverju það? PAT: Af því að það er ekki eðlilegt fyrir mann, sem er gæddur kímnigáfu, að djöfl- ast með skotvopn út um allar trissur. Það gengur ekki, nema hann sé með lausa skrúfu. OFFISER: Þér hljótið þá að vera með lausa skrúfu. PAT: Það er nú líkast til. En meðal ann- arra orða, hvar eru peningarnir, hvar er leigan ? OFFISER: Hvert óspillt írskt hjarta slær ákaft af hrifningu yfir okkur sem erum að berjast til að bjarga píslarvottinum í Belfast, og það eina sem þér hugsið um eru peningar. PAT: Ég er ekki heldur nein hetja. Það er að segja ég er það sem kalla mætti uppgjafa hetja. Ef við verðum fyrir árás .. OFFISER: Ég neita að reikna með slíkum möguleika. PAT: Það er sama, ef við verðum napp- aðir hérna, þá getið þið sagt að ég hafi bara gert þetta fyrir peningana. OFFISER: Við munum berjast fram í rauðan dauðann. PAT: Það er einmitt það sem þið eruð allir uppteknir af, að fá að deyja eldrauð- um hetjudauða. OFFISER: Ég vona að minnsta kosti að ég muni aldrei svíkja málstað vom. PAT: Þér hafið aldrei lent í fangelsi fyrir málstaðinn? OFFISER: Að vísu ekki. PAT: Það er líka auðséð. OFFISER: Annað mál með yður, er það ekki? PAT: Ég sat inni í 9 ár. OFFISER: Níu ár í enskum fangelsum? PAT: Stundum líka írskum. OFFISER: Það er auðvitað annað en gam- an að vera sviptur frelsinu. PAT: Það er þó ekki það versta, og ekki heldur lögreglufantarnir eða fangavarða- hyskið. Vitið þér hvað er verst af öllu? OFFISER: Nei. PAT: Hinar írsku frelsishetjurnar sem ruslað er inn með manni. OFFISER: Hvað segið þér? PAT: Manns eigin samlandar og vopna- bræður. Það er ekki verandi í tugthúsinu 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.