Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 17
Borgfirðingabók 2006
15
Eins og Júlíana persónugerir hún skáldskap sinn sem hvort tveggja
í senn stúlku og bam, en andstætt henni birtir hún hann ekki, heldur
lætur hverfa. Það er athyglisvert að bera þessa vísu saman við upp-
hafsljóðið „Borgíirska“ eftir Halldór Helgason (1874-1961) í safninu
Borgfirsk Ijóð, en þar kemur fram allt önnur afstaða til skáldskapar,
elli, sýnileika og frægðar. „Alltaf hélt þó vísan velli, / varðist því
að deyja úr elli,“ segir skáldið þar í fyrsta erindi. Síðan rekur hann
borgfirskan skáldskap til Egils Skallagrímssonar sem hafi ort fyrstu
vísuna og með henni gert strandhögg „víðar en um næsta nes“. Vísan
er sem sagt karlmannleg bardagahetja og hvorki bam né stúlka. Þótt
sú „andans dúfa“ sem frá Agli er komin flögri fyrst og fremst kring-
um „héraðssyni“ hvetur hún „jafnvel héraðsdætur, / er hlynna að
bami um dimmar nætur, / að yrkja og vagga - allt í senn“.14 Hér er
sem sagt gert ráð fyrir konum sem skáldum en eins og hefðin býður
lætur þeim best að yrkja vögguljóð.
I safninu Og þá rigndi blómum, sem í eru smásögur, ljóð og leik-
rit eftir 142 borgfirskar konur, em nokkrar stökur eftir Guðrúnu
Halldórsdóttur (1848-1930) á Ásbjamarstöðum, móður Halldórs
Helgasonar, og ættmóður fleiri skálda. Flestar em vísumar rammað-
ar inn af frásögn. Myndmálið sækir Guðrún gjaman í líkamann og
skyldustörfin. Gott dæmi er þessi stórkostlega ellivísa með undan-
farandi skýringu á tilefninu:
Síðustu árin hafðist hún að mestu við í bóli sínu og stytti sér
stundir með prjónaskap. Einhvern tíma sagði hún:
Fyrir sjónir færist ský,
fjölga þrauta élin.
Alltaf rís ég upp á ný,
öldruð prjónavélin.15
Myndhverfingin er fyndin án þess að dreifa alvarleika efnisins á
dreif, mikilli og ævilangri kvennavinnu. Konan er orðin að vél! Hér
er það ekki skáldskapurinn sem rís að eilífu upp, eins og í kvæði son-
arins, heldur endalaus prjónaskapurinn.
I skýringum við vísur Guðrúnar segir að hún hafi gjaman ort bama-
gælur til bamabama sinna. „Ekkert var skráð jafnóðum og fátt eitt
haft yfir nema einu sinni.“ (90) En börnin voru næm á vísur og varð-