Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 171
Borgfirðingabók 2006
169
mikið af fylgdarskipunum í snatri suður fyrir Suður-Ameríku. Skip
Bandaríkjamanna vom glæsilegri, yngri og betur búin en Bretanna.
Fáni Bandaríka Norður-Ameríku var alltaf hreinn, og var borin mikil
virðing fyrir honum.Við sáum hins vegar aðra fána sem voru ekki
eins vel hirtir. Þeir voru stundum til vandræða sótugir og erfitt að
greina þjóðerni þeirra, en það er nú einmitt aðalhlutverk fánans.
Um þetta leyti verða þáttaskil. Bretar misstu flaggskip sitt í
sjóorrustu 200 mílur vestur af Akranesi. Það var mjög mikið afhroð.
Þeir héldu að þeir væru sterkari á sjónum! Þama fórust um eða yfir
2000 menn. Prinsinn afWales var næstur Hood að virðingu, eins konar
varaflaggskip. Hann missti líka marga menn og varð óvígur, kom inn
í HvalQörð í snatri til að fá viðgerð og nýja skotliða, því skytturnar
féllu víst flestar. Þetta var reiðarslag fyrir Breta. Þeir þóttust sterkari
á hafinu!
Bretar byrja að byggja flotastöð á Litla-Sandi (á kostnað Banda-
ríkjanna!) Verktakinn var Kanadamaður, Mr. Brown eða kannski
Browning? Nú fjölgar mikið íslenskum mönnum í herstöðvarvinnu
í Hvalfirði. Urðu þeir líklega 50-60 þegar flestir voru. Allt fór á
fleygiferð.
Skip hlaðin hergögnum fylltu Qörðinn, herskip á hraðferð út og
inn. Öll gæsla á umferð um Ijörðinn á sjó og landi varð alvarlegri.
Þjóðverjar sendu njósnaflugvélar hér yfir. Farið var að skjóta, bæði
á njósnavélamar og líka í skotæfingum á vindpoka sem flugvél dró
á eftir sér.
Þegar skotið var úr loftvarnarbyssunum sprungu kúlurnar í þeirri
hæð sem skyttumar ákváðu.
Þar komu reykjarhnettir, sem þó eyddust fljótt og hurfu. Kúlu-
brotum rigndi niður um allt og voru hættuleg fólki. Ég held að um
þetta leyti verði líka landar okkar loks al-brjálaðir. Að minnsta kosti
tók ég mest eftir breytingunni þama. Gamlar hefðir fóru fyrir lítið,
orðheldni, heiðarleiki, grandvarleiki, virðing fyrir eigum annarra.
Hvað varð af þessu?
Nú fór að bera á að „ástandsmeyjar“ kæmu í atvinnuleit, frekar
háværar, oft með kornungar stelpur með sér, að kenna þeim að lifa
og hafa eitthvað upp úr sér! Þær voru í daglegu tali kallaðar kana-
mellur; alveg sérstakar, maður villtist ekki neitt á þeim. Gera verð-
ur greinarmun á stúlku sem verður skotin í strák (útlendum) og
ástandsmey, sem skiptir um félaga í sífellu og reynir að draga með