Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 146
144
Borgfirðingabók 2006
Þegar búið var að stilla upp skilrúmum í lestum og á þilfari, slá
út bátsuglumar, draga út blakkir, því að það átti að taka upp báta,
var haldið til Reykjavíkur og Konráð Gíslason áttavitasmiður og
leiðréttingamaður fenginn til að leiðrétta áttavitana, stýrisáttavita
og höfuðáttavita, en eftir honum var allur leiðarreikningur skipsins
gerður. Konráð útbjó segulskekkjuleiðréttingartöflu fyrir báða
áttavitana og vom þær settar á þiljuna fyrir ofan sjókortaborðið.
Höfuðáttaviti var settur í skipið áður en það sigldi til Fleetwood og
komið fyrir á stýrishúsþakinu fyrir framan miðunarstöðvarloftnetið.
Skýli var sett upp á þakinu og þar skyggndist nótabassinn, í okkar
tilfelli skipstjórinn, eftir síld.
Þegar stillingu áttavitanna var lokið var haldið frá Reykjavík
til Þingeyrar, en þar var ætlunin að fá steypta tvo glóðarhausa á
þilfarsvinduna. Þegar kom út fyrir eyjar var stefna sett fyrir Jökul í
björtu og góðu veðri. Vegmælir var settur út og stilltur á núll. Stefna
var 302° réttvísandi, 328° misvísandi NVaN % N.
Sjö mánuðum áður tóku þeir á Hilmi IS 39 stefnuna frá þessum
stað til Amarstapa. Þetta tvíburaskip við Hafborg fórst á þeirri leið og
ellefu manns drukknuðu. Óskar Clausen, hinn góðkunni rithöfundur,
ætlaði vestur til Ólafsvíkur og hugðist taka sér far með Hilmi, en er
hann kom niður á bryggju snerist honum hugur og fór aftur heim.
Veður var hið besta, bjart á jökulinn og var ég uppi að horfa á
hann. Alla tíð síðan hefur hann verið mitt uppáhaldsljall. Hann birtist
mér sem gráhærður öldungur, þar sem snjóhengjumar liðast eins og
gráir lokkar niður bak og axlir. Frá Svörtuloftum var stefna tekin íyrir
Bjargtanga, NaA = 011 á kompásinn. Ég tek það fram að á þessum
ámm vom áttavitar ekki gráðuskiptir - notuð vom strik. Eins var
það með barómetið. Þar var allt gefið upp í tommum, síðar komu
sentimetrar, millimetrar, millibör og hektópasköl.
Eitthvað leyfðu þeir mér að stýra, og var það helst Ragnar Ás-
mundsson sem gerði það. Hann gerðist fóstri minn þetta sumar. Ég
var alveg viss á höfuðáttunum, en millihöfuðáttimar vom mér óráðin
gáta, þ.e.a.s. % úr striki, Vi strik og % úr striki. Það var ekki fýrr en
Þórður Guðmundsson frá Akranesi fór að blanda klukkunni i þessa
kennslu - korter, hálftími, þrjú korter - að þetta fór að koma. Mitt
höfuð hefur aldrei verið uppljómað af gáfum.