Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 63
Borgfirðingabók 2006
61
Víst er að ekki hefðu fósturböm Þuríðar tekið undir þau orð.
Hvem mann Þuríður hafði að geyma verður auðvitað aldrei sagt
úr þessu, en forvitnilegt er það samt að reyna að skilja hana svolítið,
konuna sem sautján ára gömul bast manni sem var tuttugu ámm eldri
en hún sjálf og eignaðist með honum sjö börn sem hún „missti“ öll
þó á ólíkan hátt væri, sem missti einnig sitt áttunda barn og ól síðan
upp barn sem síðari maður hennar, sem var tuttugu árum yngri en
hún, eignaðist fram hjá henni og auk þess bam sem bamsmóðirin
hafði eignast áður.
Ævi Þuríðar hefur verið næsta frábrugðin því sem venjulegt má
kallast og það hefur geðslag hennar trúlega einnig verið og gefið
hlefni til munnmæla, allt frá því hún fær læknisvottorð um að hún
þoli ekki ferðalag til Ameríku þar til hún undrast hvað þeir Sigurður
hennar og Ingi hennar eru lengi við gegningamar þegar hún liggur
banalegun veturinn 1931 - 1932, þegar hana skorti ár í áttrætt.
Þess má að lokum geta að Ásgrímur Sigurðsson settist að í Norð-
ur-Dakóta fylki í Bandaríkjunum og giftist þar aftur íslenskri konu,
Sigríði Jónsdóttur. Ásgrímur lést 92 ára árið 1921 að heimili dóttur
sinnar, Elísabetar Theodóm og eiginmanns hennar, Emst Goodman
(Arna Helgasonar).
Elísabet Theodóra og Árni bjuggu í Mouse River í Norður-Dakóta
°g eignuðust þrettán börn og komust sjö þeirra til fullorðinsára, mikið
myndarfólk. Meðal barna þeirra vom dætumar prúðbúnu á myndinni
sem Þuríður átti, Lilja og Hólmfríður.
Sigurlaug Jakobína, Laura Smith, giftist árið 1896. Maður hennar
hét James Johannson (Guðmundur Jóhannsson) og var ættaður úr
Hnappadalssýslu. Þau bjuggu á Gimli. Synir þeirra þrír voru miklir
atgervismenn, tveir þeirra framúrskarandi tónlistarmenn, Walter Ell-
ert Johannson og Lome Johanson, og sá þriðji frægur ishokkíleikari.
Báðar dætur Þuríðar eiga íjölmarga afkomendur í Vesturheimi.
Nelson Gerrard hefur verið svo vinsamlegur að veita mér upp-
lýsingar um afkomendur Þuríðar vestanhafs. Sama hefur Guðmundur
Sigurður Jóhannsson ættfræðingur á Sauðárkróki gert. Báðum þeim
er ég afar þakklátur og þá ekki síður þeim frænkum mínum, Helgu og
higunni Ingvarsdætmm og Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka.