Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 199
Borgfirðingabók 2006
197
DAGBJARTUR DAGBJARTSSON
Um Odd Gunnarsson
og drukknun hans
Á þriðja aldarfjórðungi næstsíðustu aldar bjuggu á Krossi og í Gull-
berastaðaseli, sem er talið „húsmennskubýli með grasnyt“ í landi
Gullberastaða í Lundarreykjadal, hjónin Gunnar Gunnarsson og
Agatha Magnúsdóttir. Foreldrar Agöthu voru Magnús Bjömsson á
Hóli og Katrín Pálsdóttir, hálfsystir hinnar þekktu Gilsbakka-Krist-
ínar, en foreldrar Gunnars vom Gunnar Guðmundsson og Steinunn
Ásmundsdóttir, þá á Þverfelli. Synir Gunnars Gunnarssonar og Hild-
ar Guðmundsdóttur vom Guðmundur, fæddur 8. ágúst 1841, síðar
bóndi á Möðmvöllum í Kjós, og Einar, fæddur 17. október 1842,
bóndi í Krosskoti og í Brautartungu.
Böm þeirra Gunnars og Agöthu voru Ingunn, lengi húsfreyja á
Snartarstöðum, síðar á Akranesi, fædd 11. nóv. 1851. Oddur Gunnars-
son, fæddur á Þverfelli í Lundarreykjadal 29. mars 1853, sem hér
verður nokkuð sagt frá. Ingibjörg, fædd 12. júlí 1857, gift Ebeneser
Helgasyni sjómanni í Reykjavík. Steinunn, fædd 12. febrúar 1859,
gift Guðmundi Þórðarsyni sjómanni í Móum í Njarðvíkum. Katrín,
fædd 8. ágúst 1865, bamsmóðir Guðmundar Einarssonar síðar refa-
skyttu á Brekku á Ingjaldssandi.
Árið 1863 er bústofn Gunnars í Gullberastaðaseli ein kýr og ein
kviga. Sex ær mylkar, sex lambgotur, ijórir gemlingar og tvær hryss-
ur. Heimilisfólkið er þá talið sjö manns og sýnist ekki hafa verið
mikið til skiptanna.