Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 21
Borgfirðingabók 2006
19
og ólst upp hjá föðurömmu sinni á
Þingnesi í Bæjarsveit. Fyrsta bók
hennar, Samastaður í tilverunni,
kom út árið 1977, þegar Málfríður
var 78 ára, og síðan fylgdu fimm
bækur, Ur sálarkirnunni, 1978,
Auðnuleysingi og tötrughypja,
1979, Bréf til Steinunnar, 1981,
Tötra í Glettingi, 1983, og Rásir
dœgranna, 1986. í eftirmála þeirrar
síðustu segir útgefandinn, Sigfús
Daðason, að enn sé eftir að gefa
út ljóðabók Málfríðar, „frumsamin
ljóð hennar, og þó einkum þýðingar,
þar á meðal þýðingar hennar
á töluverðum hluta af Divina
Commedia." 24 Af þessu varð ekki
og bíða ljóð og ljóðaþýðingar Mál-
fríðar, sem hún birti í blöðum og
tímaritum undir nafninu „Fríða Ein-
ars“, enn útgáfu á bók.
Bækur Málfríðar eru náma í
skáldskaparfræðum kvenna, og þá
ekki síst borgfirskra, en borgfirskari
skáld en þær systur er vart hægt að hugsa sér. Trú borgfirskri kvennahefð
tekst hún mjög á við karlskáldin, prófessorana og lærðu mennina og
gegn þeim teflir hún gjaman konum, hvort heldur það er hún sjálf,
Sigríður systir hennar, „stúlkumar sem urðu að þegja dagana langa“,25
eða þá amman Þuríður með sínu góða tali. „Nei, tal hennar var gott.
Hún var babúska mín.“ 26 í bréfi til Steinunnar Sigurðardóttur frá 22.
mars 1981 segist hún hafa heyrt Hannes Pétursson flytja kvæði eftir
sig í útvarp. „Allt var það svo fullkomið og lýtalaust sem framast
má verða og hef ég nú gleymt því.“ (56) Þannig þaggar hún niður í
(unga) karlskáldinu með því að látast gleyma því. I Rásum dœgranna
er skemmtileg frásögn úr bréfi sem Málfríður skrifar vinkonu sinni
2. október 1982, en þar snýr hún hefðbundnum hlutverkum við og
lagfærir ljóðaþýðingu eftir viðurkenndan karl. Um leið býr hún til
munnlegan skáldskap úr sjálfri sér og rammar inn í frásögn.
Málfríður Einarsdóttir. Myndin
erfengin úr ársritinu 19. júní frá
árinu 1982.