Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 150
148
Borgfirðingabók 2006
hanafótum, hringjum og snurpilínu. Grunnnót var um 80 til 90 faðma
löng og 20 faðma djúp. Þá var djúpnót með sama útbúnaði tekin í
nótabátana, en hún var 120 faðma löng og 40 faðma djúp. Enn kom um
borð aukanót, sem nota átti ef nótin rifnaði, aukahringir og snurpilína.
Nætumar vom hannaðar á netaverkstæði Kristins Jónssonar á Dalvík
þar sem tvíburamir Hjalti og Skafti voru netagerðarmeistarar.
Að þessu loknu var haldið frá bryggju til að taka bátana upp aftur,
því þeim var slakað niður við komuna til Dalvíkur. Nú skyldu þeir
teknir upp með nótina, þ. e. 60 faðma af nót í hvomm bát; pokinn
var hengdur upp á afturenda skipsins. A Hafborg var það þannig að
vindukoppamir vom einfaldir og kóniskir með bryggju á innri og ytri
botnum. Varð því að taka annan bátinn í einu og „hengja” hinn bátinn
á meðan. Að hengja bát var það kallað er þeim bát sem seinna var
tekinn upp var lyft um u.þ.b. tvö þrjú fet og látinn bíða þar meðan
hinn var tekinn alla leið og gengið frá honum. Síðan var þeim sem
hengdur var lyft í sömu hæð og gengið frá honum á sama hátt. Þetta
gekk allt saman vel í ládauðum sjó út af bryggjunni á Dalvík, en gat
verið bölvað ólán í kviku og kalda á rúmsjó.
Þegar haldið var út Eyjafjörð fyrir vestan Hrísey var NA andvari
og alda af sömu átt sem jókst heldur er utar kom og út fyrir Siglunes.
Hafborgin tók veltur á stjómborða og bakborða. Þetta vom langar
og hægar veltur og í hvert sinn sem veltan stöðvaðist var hún kyrr
nokkur augnablik áður en hún fór að rétta sig af og taka veltu yfir
á hitt borðið. Þar sem ég stóð í fremstu síldarstíunni á stjómborða,
nýbúinn að hella úr kamarfötunni og koma henni fyrir aftur þá lædd-
ist óöryggið frá iljunum upp fótleggina, hrygginn og upp í heila. Ég
var ekki ömggur - ég var sjóhræddur, en það er það versta sem sagt
er við sjómann: „Þú ert nú bara sjóhræddur“. En mér er sama, svona
var nú komið fyrir mér.
Haldið var á miðin norður af Siglunesi og kastað í fyrsta skipti
milli þrjú og tjögur um nóttina. Kastið heppnaðist, við fengum 50 mál
eða tæp sjö tonn (mál er 135 kg). Við lónuðum þarna á vestanverðu
Grímseyjarsundi og fylltum lestina, sem tók 600 mál. Ragnar
Asmundsson var lestarstjóri og sá um að allar stíur og steisar væm
fyllt, og Skúli Bachmann var settur á spilið og hífði úr nótinni þau
tæp 14.000 mál er við fiskuðum um sumarið. Er lestin var full voru
bátamir teknir upp, og þá fundu allir að Hafborg var allt annað skip