Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 55
Borgfirðingabók 2006
53
hvernig lífið hefði gengið áður fyrr. Nikhildur talaði oft um
pabba — og þœr voru vinkonur hún og Þuríður, og hún sagði
mér örlagasögu Þuríðar, svona í stórum dráttum.
Eg er alltaf vantrúuð á að hún hafi verið í Skagafirði þegar
bóndi hennar fór frá henni. Eg tel að dvalarstaður hennar
hafi verið fram í Miðfiarðardölum og að skipið hafi farið firá
Hvammstanga. Þangað áttu börnin að fara til að finna föður
sinn, og fóru með bændum í kaupstaðarferð snemma vors.
Þetta grófst í heila minn svona á unga aldri. Mér finnst einnig
að pabbi hafi sagt mér þetta svona. Og svo þegar börnin voru
öll farin með skipinu þá hafi hún sturlast og alls ekki verið
með hýrri há, verið flutt „hreppaflutningi“ að Hvammi eða
Gestsstöðum. Þar eignaðist hún barn, dreng, sem hún gat ekki
sinnt. Og einhverra hluta vegna tók Nikhildur hann og hjá
henni dó hann. [. . .] Amma var kaupakona í Leirulækjarseli
með Kristinn [annar tvíburanna] eitt sumar. Þá fékk hún hest
og reið í Hvamm og heimsótti börnin — ætli pabbi hafi þá ekki
verið 13 ára. Þá sagði hann að Þuríður hefði tekið henni vel,
lánaði þeim hesta svo þau gœtu fylgt henni, og fóru þau, held
ég, að Síðumúlaveggjum, og heyrði ég þau systkin tala um
þessa ferð með góðum minningum.
I mjög svipaðan streng tekur Ingunn systir Helgu í bréfi til mín
dagsettu á Hofstöðum 12. desember 2000. Þar segir hún orðrétt:
. . . Eg veit svo sem ekki mikið nema það sem sneri að pabba.
Hann talaði alltaf um hana með ástúð og virðingu og sagði
að sér hefði ekki getað liðið betur í sinni barnœsku. Þau hafa
ábyggilega verið honum mjöggóð, sem sést best áþví að þegar
pabbi og mamma kaupa Selhagann þá keypti afi þinn jörðina
með honum. Ætluðu þau síðan að dvelja í skjóli þeirra pabba
og mömmu, sem reyndist styttra en ætlað var því Þuríður lést
veturinn 1931 - 19321. Þau fluttu að Selhaga vorið 1930 pabbi
og mamma, og held ég að afi þinn og Þuríður hafi flutt um
svipað leyti eða kannski aðeins seinna. Mig minnir að mamma
hafi sagt mér að Þuríður hafi að mestu verið rúmföst veturinn
1931 -1932. Hún mamma barhenni mjöggóðasögu, hún hefði
verið Ijúf og góð og þakklát jyrir það sem jyrir hana var gert.