Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 61
R°rgfirðmgabók 2006
59
Sámsstaðahöfðinn oft varhugaverður yfirferðar á fyrri árum. Þegar
Magnúsi þótti einsýnt að hann mundi aldrei safna nægilegum kjarki
til að kasta sér í ána datt honum í hug að leggja sig í eina brekkuna í
Sámsstaðahöfðanum og freista þess að reyna að sofna og mundi hann
þá velta í ána. En það var sama hvað hann reyndi, aldrei náði hann að
festa blundinn og neyddist loks til að hætta við áform sitt.
Helga Jónsdóttir var í vinnumennsku hjá Sigurði og Þuríði í Síðu-
múla næstu tvö árin og flutti svo með þeim að Hvammi árið 1908.
Engar sögur fara um það að Þuríður hafi alið með sér grun um óleyfi-
•egt samband þeirra Sigurðar og Helgu, sem var 33 árum yngri en
hún. Og það er fyrst eftir að hún hefur verið vinnukona þeirra í fimm
ár að samband hennar og Sigurðar fer að bera ávöxt, en þá höfðu
Sigurður og Þuríður verið gift í 13 ár, þar af búið þrjú ár í Hvammi.
hegar Helga eignaðist Ingibjörgu, móður mína, var Þuríður 58 ára
og Sigurður 38. Og tíu mánuðum síðar síðar eignast þau Helga og
Sigurður svo tvíburana Guðmund og Kristin. Þá fór Helga burt með
annan tvíburann, Kristin. Eftir urðu hjá Þuríði börnin þrjú sem hún
átti enga hlutdeild í.
Og enn taka munnmælin við. Einhver hefur einhvem tímann
sagt mér þá sögu að árið 1913 hafi það verið orðið Þuríði í Hvamrni
ofviða að sjá um bömin þrjú. Hafi hún borið vandræði sín undir nöfnu
sína og nágranna, Þuríði Sigurðardóttur. Þuríður Sigurðardóttir var
um árabil bústýra Jóns Sigurðssonar á Haukagili og það heyrði ég
sagt í æsku að Þuríður hefði hugað á hjúskap með Jóni. En það fór
á annan veg. Jón kvæntist Hildi Guðmundsdóttur frá Kolsstöðum í
Hvítársíðu árið 1912 og þá flutti Þuríður að Kirkjubóli þar sem hún
átti síðan heima um þrjátíu ár. Sagan segir að Þuríður Sigurðardóttir
hafi að beiðni nöfnu sinnar söðlað hest og riðið niður í Borgames til
vinkonu sem hún átti þar, en það var Steinunn Árnadóttir.17 Hafi hún
talið þau Steinunni og Magnús Sigurðsson, mann hennar, á að fóstra
Guðmund, sem og varð.
En víst er það að Þuríður ól þau hálfsystkinin Jón Ingvar og
Ingibjörgu, móður mína, upp og þó svo að ýmislegt hafi ég misjafnt
séð skrifað - og einnig heyrt - um Þuríði, þá heyrði ég þau aldrei halla
orði á hana. Ingvar kallaði hana fóstru sína, en móðir mín kallaði
hana mömmu. Móðir mín var ekki margmál kona og minntist sjaldan
á æsku sína í Hvammi. Þó sagði hún mér það að Þuríður hefði ávallt
séð til þess að Ingvar og hún væm hrein og vel til fara og kæmi það