Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 20
18
Borgfirðingabók 2006
prósaljóð sjálf og frumlegar skopstælingar þar sem viðteknum hug-
myndum er snúið á haus með hrópandi misræmi efnis og stíls. Á þetta
einkum við um ástarljóðin þar sem skáldið gerir grín að eigin ást,
andvökunóttum og hugsunum um hanrt. „Tragiskur ástaróður" með
undirfyrirsögninni: „ - í alvöruer óður um fölan og aumingjalegan
kærasta með upphafinni hrynjandi en hversdagslegu myndmáli. Það
tragíska við ástina eru framtíðarhorfumar og konan í ljóðinu velur að
vera ein, þ.e.a.s. hún sjálf: „Það veit eg þá vildi eg heldur / vera það
sem eg er / en kjagast með rauðhærða krakka / og karl á eftir mér.“21
En kærastinn er ekki bara einn, þeir em fleiri og allir meira eða minna
eins, með smátilbrigðum þó. I „Ástarkvæði" með undirfyrirsögninni
„um einhvem mann“ er „nefið [...] eins og nibba í hlíð / nakin í mosa
bleikum“ (15), og í „Ástarkvæði“ með undiríyrirsögninni „um annan
mann“ er „nefið [...] eins og hom á hrút, / sem hálft er brotið af‘,
auk þess sem „skeggið“, sjálft karlmennskutáknið, minnir á „skorinn
mó / skorpinn í góðum þurrk“ (17-18). Þá fær einn karlinn heilan tíu
ljóða flokk undir nafninu „Þú ert eins og - “ þar sem Sigríður skopast
að skáldlegum samlíkingum og ber þær saman við veruleikann:
Þú ert eins og drumbur, því þegi eg um þig,
þú ert eins og leiðindin, sem alltafkvelja mig.
Eins og bylur á norðan og brekkur upp í mót,
eins og blindþoka á jjöllum, grásvört og Ijót. (21)
Undir lok sjöunda ljóðs um hinn elskaða karl er hann orðinn „sem
útskrifað blað“ (26), eitt af mörgum í minnisbók.
Það liðu 26 ár áður en Sigríður gaf út næstu bók sína, Milli lækjar
og ár, sem kom út árið 1956. Með henni brúar hún bilið milli nútíma-
ljóða og hefðbundinna ljóða og gerist einn af frumkvöðlum módem-
isma í íslenskri ljóðagerð.22 I nokkrum ljóðanna em sagðar sögur,
minningar úr eigin lífi, en slík söguljóð sem vom nýlunda í íslenskum
skáldskap er einnig að finna í næstu og síðustu bókum Sigríðar,
Laujþytur sem kom út árið 1970 og / svölu rjóðri 1971. Fyrir þá bók
hrósar Helgi Sæmundsson skáldinu í yfirlitsgrein með þeirri tvíbentu
aðferð að bera hana saman við það sem hann kallar „hagmælsku
hennar áður fyrr og skáldskapinn nú“. Þessa framför þakkar hann því
að hún hafi lært „af sumum ungu skáldunum vinnubrögð.”23
Málfríður Einarsdóttir er fædd í Munaðamesi í Stafholtstungum