Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 54
52
Borgfirðingabók 2006
Þuríðar í stórum dráttum eins og Helga Ingvarsdóttir segir í bréfi til
mín dagsettu í Kópavogi 15. desember 2000 hljóðar svona:
... Það sem pabbi sagði okkur, og ég man ekki annað, var allt á
þann hátt sem honum var tamur með umsögn um þá konu. Hún
átti aldrei nema hlýjan hug frá honum. Hann kom til hennar
þriggja vikna frá Sámsstöðum, en ammaA gerðistþá vinnukona
með dreng sinn hjá þeim hjónum. Hún lagði ein af stað, fékk
lánaðan hest og reiddi hún pabba, allar hennar eigur voru í
poka við söðulinn. Hún hitti Þiðrik5 við Háafellsfjárhúsin og
fannst honum strax ábótavant við útbúnað ömmu. Hann átti
skinnkápu mikla sem hann fór í, setti drenginn inn á brjóst sér
og batt vel fyrir neðan. Síðan riðu þau af stað í kafaldsjjúki
og var þetta um 20. desember.6 Þegar þau komu að Síðumúla
tók hann frænda sinn úr prísundinni og fékk hann Þuríði sem
setti hann strax í rúmið sitt þar sem hann var víst lengst af á
fyrsta ári sínu. Hún tók hann að sér og að hans sögn var hún
honum mjög góð. Hann sagði mér oft að hann hefði haft hið
besta atlœti hjá fóstru sinni, sem hann kallaði svo. Hún hefir
nu sjálfsagt haft mest fyrir honum því amma var í verkunum
með bóndanum. Þegar svo mamma þín fæddist þá varð hann
að víkja úr rúmi fyrir henni, flutti hann þá fyrst í holuna til
Sigurðar en síðan fór Inga til pabba síns, - það kom fyrir
að mér fyndist kenna afbrýðissemi hjá honum út í mömmu
þína en það hefur nú ekki rist djúpt því einlægt og gott var
sambandþeirra alla tíð. Þuríður lagði ofurást á mömmu þína
og reyndar þau bœði, ekki síður en pabba, þau fengu þann mat
sem þau vildu helst og þau föt sem þau þurftu. Þau lifðu við
friðsæld heimilislífs fremur öðrum börnum og öryggi, annað
urðu þau ekki vör við. Pabbi sagði okkur á efri árum að hann
hefði kynnst mörgum hjónaböndum en aldrei þessu líkt, aldrei
hefði hann heyrt styggðaryrði fara þeim hjónum á milli og
alltíð hefði afi þinn kallað hana „góðu sína“ og hún nefndi
hann alltaf svo: „Sigurður minn. “
Þegar ég var á Hallkelsstöðum á skóla, - þú manst, - þá var
Nikhildur lifandi, komin í kör og lá í baðstofunni hjá Halldóru
og Jóhannesi, - var ég þá, eins og ég er reyndar enn, dálítið
fróðleiksfús -forvitin - einfaldlega hafði ég þörf fyrir að vita