Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 164
162
Borgfirðingabók 2006
húspláss. Túlkurinn varð ókvæða við það og hafði í hótunum: „Hans
hátign, konungur Stóra-Bretlands, þarfnast húsnæðis þíns“, en yfir-
mennimir vom prúðmennskan uppmáluð.
Karl Laxdal (langömmubróðir þinn) var þá fenginn til að túlka,
og allt gekk þá betur. Herinn fékk hálfa fjóshlöðuna fyrir dátana. For-
inginn fékk suðvesturstofuna (kafteinsstofuna), þar sem amma þín
hreiðrar nú um sig (Dyngjan hennar Ömmu!).
Nokkmm dögum síðar komu svo hermennimir og bjuggu um sig
í hlöðunni. Hlaðan er aðeins um 70 m2 að flatarmáli en 6 m djúp.
Hey var í hálfri hlöðunni í veggjahæð, og gátu strákar skriðið inn á
stabbann og fylgst með öllu sem gerðist niðri í hlöðunni (njósnir?).
Hermönnunum var skipt til verka. Sumir stóðu vörð á völdum
stöðum, aðrir grófu skotgrafir og gerðu skotbyrgi. Allt byggðist á
að geta haldið veginum. Þjóðvegurinn norður og vestur lá þá yfir
Ferstikluháls og Dragann. Allt þetta var bara til bráðabirgða, og var
okkur tjáð það strax. Nokkmm dögum síðar kom liðsauki, 60-70
menn sem settust að í Ungmannafélagshúsinu sem var hér vestur á
melunum. (Þar er nú sumarhúsið sem Guðrún frænka þín á, eða synir
hennar, Davíð og Bjami.)
Þrem til fjórum vikum síðar var farið að byggja herbúðir við
túnið á Hrafnabjörgum. Þar með byrjaði „Bretavinnan". Menn úr
nágrenninu komu til að vinna að braggagerðinni. Sumir lágu við
hér á Ferstiklu og gengu inneftir á morgnanna en heim á kvöldin.
Menn komu úr Svínadal og utan úr Leirársveit og Skilmannahreppi.
Bretavinnan var eins og guðsgjöf fyrir efnalitla bændur, sem nú höfðu
upp tekjur til að borga af skuldum sem höfðu verið erfiðar. Kreppan
hafði verið í nærri áratug með atvinnuleysi og verðfalli afurða.
Herinn fór í braggana strax og þeir komust upp. Þar með vomm
við nánast komin úr snertingu við hermennina, en framvindan var
ör og enginn fór varhluta af hemámi Hvalfjarðar. I Bretavinnu voru
menn flokkaðir: Sumir voru smiðir (svolítið hærra kaup), sumir voru
valdir flokksstjórar (ennþá hærra kaup). Aðferðin var einföld. Maður
sem rnætti með gamlan hamar og slitna sög, hann var greinilega
gamall smiður. Maður með ný verkfæri var byrjandi! Mönnum var
metnaðarmál að vera metinn „smiður“. Afi þinn mætti með slitin
verkfæri, alveg óvart. Vanir smiðir, alvöru-húsasmiðir, hugðust sýna
stöðu sína með því að kaupa sér nú loksins almennileg tól. Þetta olli
titringi!