Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 187
Borgfirðingabók 2006
185
Ólafssonar sem þá var starfandi dýralæknir í Borgamesi, Vigfús
Steinar Ingimundarson, Einarssonar, verkamanns og verkstjóra í
Borgamesi og Þórarinn Pétursson, Sigfussonar, sem var þingeyskrar
ættar en rak á þessum árum hótel í Borgarnesi. Sá fimmti hét Bjöm
Kristjánsson, átti heimili í Reykjavík, en móðir hans var fædd og
uppalin í Borgamesi, Lára Stefánsdóttir Björnssonar, sem um árabil
framan af nýliðinni öld var hreppstjóri í Borgamesi. Sá sjötti var Jón
Stefánsson, bónda í Gröf í Lundarreykjadal.
Eitt umræðuefni var Borgnesingunum efst í huga framan af þeim
tíma sem ég átti samleið með þeim. Það var stúlka úr nágrannahér-
aði er þjónað hafði sem vinnukona næstliðinn vetur á heimili eins
af betri borgurum í kauptúninu. Af orðræðu þeirra varð ekki annað
ráðið en kynlíf hefði verið hennar æðsta áhugamál og hún verið fús
að veita blíðu sína hverjum karlmanni sem eftir leitaði. Ekki vil ég
fullyrða að einhver þeirra hafi öðlast fyrstu kynlífsreynslu sína í
skauti hennar, en ráða mátti af umræðunni að takmarkaður kynþroski
hefði ekki komið í veg fyrir það, og fyrir víst man ég að einhverju
sinni hneig ræða þeirra að eggjandi tilburðum hennar í göngulagi og
mjaðmahreyfingum.
Lítillega vil ég greina frá aðbúnaði okkar þótt ýmis atriði varð-
andi hann séu orðin óljós í minni mínu. Svefnstaðir voru hvítu tjöldin
sem gegndu því hlutverki áratugum saman hjá vinnuflokkum hér á
landi áður en færanlegar vinnubúðir leystu þau af hólmi. Skúr af
slíku tagi var þó matstaður okkar og eldunaraðstaða ráðskonunnar.
Sumarið 1950 átti ég aftur vist í vegavinnutjöldum samskonar og
1944. Þá var þeim þannig fyrir komið að þau voru reist á tréfleka
jafnstórum grunnfleti þeirra. Þannig höfðu þeir sem í tjöldunum
bjuggu trégólf að ganga á og á því stóðu tvö rúmstæði, sitt undir
hvorri langhlið tjaldsins. 1944 man ég ekki eftir trégólfi í tjöldum
nema þá í hæsta lagi fleka á milli rúmstæðanna. Ef þörf þótti á
upphitun voru hitunartækin svonefndar olíuvélar. Þær brenndu
steinolíu í gegnum kveik á sama hátt og olíulampar.
Vinnutími man ég að hófst kl. 7 á morgnana og lauk kl. 18. Inn
í hann kom hádegismatartími kl. 12 - 13 og kaffitími, líklega 20
mínútur milli kl 15 og 16. Vinnutími dagsins taldist því 10 stundir,
kaffitíminn var greiddur, og tímakaup okkar kúskanna man ég fyrir
víst að var 3 krónur.
Ekki man ég lengur matseðil vikunnar hjá Guðrúnu, ráðskonu