Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 57
Borgfirðingabók 2006
55
reyndar henni sjálfri líka. [. . .] Helst voru það hins vegar
Gunna gamlau og Nikhildur, sem maður heyrði tala um fólkið
í kring. Mig rekur minni til að hafa heyrtþœr tala um það sín á
milli, að Þuríður væri „móðursjúk“. [. . .] Eina manneskjan á
lífi, sem ég veit til að hafi verið saman við Þuríði á bæ, erAlla
í Hraunsási11, sem nú er á elliheimilinu í Borgarnesi, þrotin að
kröftum, en man þó enn að segja frá mörgu. Hún var hjá Torfa
í Hvammi, meðan þau voru þar enn, gömlu hjónin. Ég fór til
hennar og spurði hana hvað hún myndi að segja frá Þuríði
frá samverutíma þeirra. Það var nú ekki margt. Hún sagði að
Þuríður hafi verið alleinkennileg, „vann aldrei neitt, nema
saumaði alltaf sömu tuskuna og stakk henni ofan íþvottinn hjá
okkur, þegar þvegið var“ eins ogAIla komst að orði. Hún var
jyrirferðarlítil og hávaðalaus á heimili og heyrðist aldrei fara
öfugt orð milli þeirra hjóna. Sigurður settist alltaf á rúmið
hjá henni, þegar hann kom inn. Öllu fleira mundi hún ekki frá
Þuríði að segja, en mér finnst að hún hafi skynjað það svo, að
hún hafi verið eitthvað utan við sig, þegar hér var komið. [.. .]
Ég man óljóst eftir að heyra sagt frá þessu atviki um vesturför
barnanna allra með Asgrími. Ekki vil ég fullyrða um hvort
sagan eins og ég heyrði hana, talaði um börnin tvö og tvö,
(enda þá væntanlega rangt), en fremur á þá leið, að hann hafi
með prettum farið með þau öll, hvort sem voru fleiri eða færri.
En ég heyrði á þetta minnst með mikilli samúð með Þuríði.
[. . .] Mérfinnst nú endilega, að ég heyrði nefnt að þetta hefði
átt að gerast á Borðeyri, en það er kannski misminni.
Árið 1893 fór Þuríður frá Króki og var nú vinnukona á Fróðastöð-
um í Hvítársíðu næsta ár. Er í vinnumennsku á Hurðarbaki í Reyk-
holtsdal í eitt ár, kemur aftur að Fróðastöðum og er þar 1895 - 1898.
Samkvæmt Borgfirzkum æviskrám X, 135, gengu þau Þuríður og
Sigurður Helgason, afi minn, í hjónaband 18. apríl 1898. Árið áður
dó Ásmundur litli á Hallkelsstöðum. Það var í ársbyrjun 1897. En
sé það rétt að það hafi verið árið 1898 þá er það dálítið undarlegt að
næsta ár er hún skráð vinnukona á Haukagili í Hvítársíðu og árið eftir
í Omólfsdal í Þverárhlíð. Og hún er skráð húskona á Bjarnastöðum í
Flvítársíðu 1900 - 1901 og í Sveinatungu í Norðurárdal 1901 - 1903.