Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 172
170
Borgfirðingabók 2006
sér unglingsstelpur og gera þær sér líkar! Oft voru stelpumar 12 til 16
ára. Þeim var gefið sælgæti og stundum vín uns þær voru annaðhvort
orðnar að dmslum eða útlærðar. Borgarlögreglan var stundum kölluð
til en gat lítið gert, helst að senda stelpumar í sveit.
Heimili fyrir stúlkur í reiðileysi vom sett á Kleppjámsreykjum í
Reykholtsdal, í Flatey og víðar. Þær stmku og komu sér suður ótrú-
lega fljótt. Af þeim fara sögur!
Astand var kannski nógu slæmt á Akranesi en margfalt verra í
Reykjavík og Hafnarfirði. Þessu fylgdi upplausn heimila, vegalaus
börn og niðurlæging ýmiss konar. Eitthvað er til af sögum af því.
Svartur markaður var mikill. Vömr frá hemum voru seldar eða
gefnar í skiptum.
Opinber skýrsla segir að 4 af hverjum 5 húsmæðmm hafi haft dag-
legt samband við setuliðsmenn. Þetta vom konur á öllum aldri, fram
á sjötugt! Engin ráð vom virk, en það merkilega gerðist að á síðari
ámm hemámsins breyttist þetta af sjálfu sér. (Vændi var og verður
alltaf til. Við vomm utan við ástandið, en sáum þegar atvinnukonur
komu og leituðu eftir vist í því skyni að komast nær hemum. Reynt
var að forðast þær, en sumar fóm beint í herbúðirnar. Það var málefni
herlögreglunnar. Herstjóminni var illa við svona gesti og bannaði
komu þeirra.
A Söndunum gekk hægt að byggja olíustöð, vantaði verkamenn!
Utlendingamir sem komu með verktakanum (Browning?) entust illa.
Nú var alls staðar vinnu að hafa og eðlilegt að menn vildu heldur
vera í sínu landi. Islendingar sem réðust þama til vinnu voru svo sem
ágætir, en margir ungir. Þeir fengu að spreyta sig á stómm vélum.
Margir urðu síðan vélstjórar, ýtumenn eða bílstjórar, ævilangt. Fjöldi
sagna er til af þeim.
Stöðvarstjórinn var með skrifstofu sína í einum af fyrstu brögg-
unum sem síðar varð skrifstofa Hvals. Hann réð tvo menntaskóla-
stráka og hafði á fremri skrifstofunni, var svo sjálfur á innri skrif-
stofunni. Strákamir voru kallaðir Bjössamir. Þeir vom augu og eyru
stöðvarstjórans. íslendingamir lærðu fljótt að ljúga í Bjössana. Það
skilaði sér allt til Brownings! Þeir höfðu gaman af öllu saman. Bjöss-
amir vom mjög snobbaðir, gengu með montprik eins og breskir
offíserar, töluðu mest ensku, jafnvel sín á millum, og litu íslenska
smáum augum. En það sem best var. Þeir trúðu öllu sem þeim var
sagt!