Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 206
204
Borgfirðingabók 2006
ýmsan hátt greiðfærara. Um morguninn þegar þeir feðgar Oddur og
Gunnar búast til ferðar segir Ingibjörg við föður sinn hvort hann vilji
ekki hafa skyrtuskipti, en hann var þá í sömu skyrtunni og hann hafði
verið í við hleðsluna. Hann taldi það óþarfa og kvaðst myndu hafa
skyrtuskipti þegar heim kæmi. Segir nú ekki meira af ferðum þeirra
fyrr en á heimleið að þá er gengið í útsynning, en útfall á í ósnum, en
við þær aðstæður er sjólag þar afar slæmt. Þegar þeir feðgar koma að
ósnum kasta þeir af sér jökkum og róa nú lífróður í brimgarðinn, en
þá hvolfir bátnum þó enginn viti nú nánar hvemig það atvikaðist.
Víkur nú sögunni til Sigríðar sem hafði fylgst með veðurútliti og
ekki litist á og taldi einsýnt að þeir feðgar hefðu ekki lagt af stað frá
Akranesi. Mótbýlismaður þeirra á Súlunesi var þá Guðmundur Th.
eða Gvendur trunta, sem var þekktur maður á sinni tíð bæði fyrir
röskleik í ferðum og ekki síður fyrir hnyttin og einkennileg tilsvör.
Sigríður bað nú Guðmund að fara með hesta út á Akranes á móti
þeim feðgum og var það auðsótt mál. Þegar Guðmundur er kominn
töluvert á leið, trúlega þegar hann kemur í Arkarlækjamesið, sér hann
bát í ósnum á hvolfi og tvo menn á kili. Gmnar hann nú hvers kyns er
og ríður sem mest hann má þar til hann kemur að Hvítanesi.
A þessum tíma bjó á Hvítanesi Guðni Guðmundsson, þá kom-
inn fast að fimmtugu, fæddur 1866, og heima em þá synir hans upp-
komnir, Guðmundur, fæddur 1892, Jón, fæddur 1893, og Þórður,
fæddur 1897. Jón Guðnason er úti staddur þegar Guðmundur kemur
í hlað og segir og þó með mestu ró: „Þeir voru að hvolfa undir sér í
Osnum!“
Bregða þeir bræður nú við, Jón og Guðmundur, því bátur var ekki
aðgengilegur eða ekki til á Hvítanesi, og fara sem skjótast ásamt
Guðmundi Th. að Ósi þar sem var næst bát að fá, en þá varð að fara
inn ósinn sömu leið og þeir feðgar höfðu farið. Beðist var leyfis fyrir
bátnum og mannhjálpar á Ósi, en svo leist heimafólki þar á ósinn að
ekki væri til bóta að fleiri dræpu sig í honum þann daginn og bönn-
uðu að þeirra bátur yrði tekinn. Því var þó engu skeytt og tóku þeir
félagar bátinn, en einhverjar vomur voru þó á þeim bræðrum. Ég held
að það hafi verið Jón sem sagði: „Ja, ég fer“ og lagði út árar og kom
þá Guðmundur á eftir og sagði: „Það er þá best að við fömm báðir.“
Ekki bar öllum saman um hvort Guðmundur Th. hefði farið með
þeim á bátnum, en mér finnst að það hljóti að hafa verið, því varla
hefði einn maður getað varið bátinn áföllum í þessu sjólagi meðan