Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 38
36
Borgfirðingabók 2006
ferjukofann að fylgjast með. Þegar þeir komu að landi sótti farþeginn
fast að borga fyrir greiðann, en pabbi tók það ekki í mál. Það var ekki
venja að taka ferjutoll. Þófi þeirra lauk með því að komumaðurinn
tróð einhverju niður um hálsmálið á peysunni minni um leið og hann
þakkaði fyrir sig og gekk sína leið. Þegar hann var horfinn úr augsýn
og ég fór að athuga með auðæfin undir peysunni þá kom þar í ljós
fimm króna seðill og var á honum mynd af hvítri rjúpu.
Aldrei hafa fimm krónur verið verðmætari í eigu minni en rjúpu-
peningurinn, sem var lengi geymdur og miklu lengur en ég hef haft
lag á með aðra peninga síðar.
A þessum árum var ekki kominn bílfær vegur um Hálsasveitina,
meðfram Hvítá, en miklu fyrr varð bílfært langleiðina inn Hvítársíðu.
Þá voru um árabil fluttar nauðsynjar suður yfir ána á ferjunni, svo
sem timbur, sement og fóðurbætir auk margvíslegs annars smærri
flutnings, en símastaurar voru vaðdregnir af handafli þegar síminn
var lagður að Stóra-Asi. Að sumarlagi var ferjuð mjólk norður yfir á
í veg fyrir Hvítársíðu-mjólkurbílinn.
En þó að ferjan hafi komið sér vel fyrir hvem þann,sem leið átti yfir
Hvítá á þessum slóðum þá var það fyrst og fremst Ungmennafélagið
Brúin sem byggði tilvist sína á ferjunni, enda var hún í eigu þess.
Það var sveitarsmiðurinn og snillingurinn hann Benjamín á
Hallkelsstöðum sem smíðaði hana og endursmíðaði margsinnis, því
að með árunum gisnaði hún, slitnaði og fúnaði, og stundum fauk hún
og brotnaði í spón og þá smíðaði hann bara nýja. Ef til vill finnst
einhverjum að minning urn lítinn og löngu ónýtan árabát geti ekki
verið merkilegt tilefni til þess að skrifa um og minnast. En ferjan var
þó, meðal margs annars, lykillinn að því að á sínum tíma var hægt
að stofna hér sameiginlegt ungmennafélag tveggja sveita og tveggja
sýslna, félag sem á þeim tíma varð þess valdandi að ungu fólki gafst
kostur á að komast í fyrstu kynni við félagsþroska, skemmtun og
mannleg samskipti utan heimilis.
*
Mig langar að bregða upp nokkrum fleiri myndum frá ánni og
ferjunni.
Lítill sveinstauli stendur við ána og horfir fúllur aðdáunar á