Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 160
158
Borgfirðingabók 2006
Ég gerði mér gott af náttverðinum sem Óli hafði tekið til fyrir
okkur. Ég ætlaði að sofna og lagði mig á eldhúsbekkinn, en það gekk
ekki, hugurinn ekki rór. Sem ég ligg þama í eldhúsinu heyri ég að
dregið er af vélinni. Fer ég þá út á þilfar og mæti Óskari stýrimanni og
Jóni Ólafssyni. Óskar biður okkur að fara fram undir bakka og draga
einn lið af akkerisfesti (15 faðma) aftur á þilfarið við frammastrið.
Þar lásaði Óskar tveimur landfestarvírum við keðjuna. Þá tók hann
fram handlóðið og var dýpið lóðað af og til upp á Ólafsvíkina, og
á tíu metra dýpi létu þeir akkerið falla ásamt 15 faðma keðju og 15
föðmum af vír. Þetta var um hálfsjöleytið að morgni. Þama lágum
við nærri sólarhring, og meðan við vorum þar komu m/b Már RE.,
e/s Ármann RE og m/b Vöggur GK frá Njarðvík upp á víkina og lágu
af sér storminn.
Þegar við léttum akkerum hafði vindur snúist til suðvesturs og var
hægur en nokkur suðvestansjór. Þilfarsvindan var hituð upp og sett í
gang, vírstrengurinn sem við lágum fyrir var hífður inn á spilkoppn-
um, og þegar komið var að keðjunni var öðrum vímum lásað á keðju-
kló og hún sett yfir hlekkina á keðjunni og dregin upp í skipið í fæmm
(það þurfti að færa klóna til eftir að hún var komin að spilkoppnum).
Þegar akkerið var komið upp, flaugin lögst vel að skipsbógnum og
leggurinn í klussinu (rörinu) var haldið út fyrir Öndverðames, fyrir
Svörtuloft, Lóndranga og Malarrif og stefna tekin fyrir suðvestan Þor-
móðssker.
Flóð var í Borgamesi um klukkan sextán og náðum við því. Þar
voru fáir til að taka á móti okkur, bara þrír Borgnesingar.
Daginn eftir vorum við afskráðir, kosturinn tekinn upp hjá Óla.
Við útreikning kom í ljós að eftir nær ellefu vikna úthald borguðu
hásetar og yfirmenn 500 krónur í fæði yfir tímabilið. Fyrir úthaldið
fékk ég 1.357 krónur og frítt fæði. Hinir vísu menn hjá Hagstofunni
segja mér að nú (jan. 2006) samsvari þetta kr. 102.176, en þá var
tímakaup í Reykjavík kr. 6.60 og unnið í tíu tíma og á laugardögum
nema á sumrin. Þá var unnið hálfan laugardaginn. Mér var sagt að
hásetar á Hafborg hefðu haft 7.500 - 500 krónur í fæði (núvirði: kr.
564.719 - fæði) fyrir afla sem nam 13.517 málum, en þá fengust
18.12 krónur fyrir síldannálið. Aflaverðmætið hefur þá verið kr.
244.928. Þetta sumar fiskaði m/s Eldborg 26.624 mál. Það gerir kr.
482.426, og heyrði ég að hásetahlutur þar hefði verið 11.000 krónur
- 1000 krónur í fæði. Sagnfræðingar geta kannað hvort þetta er rétt.