Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 152
150
Borgfirðingabók 2006
þegar siglt var til Englands um vorið, og hafði þeim félögum verið
kennt á þær og þeir tekið próf í meðferð skotvopna í stríði. Byssumar
vom geymdar í vélarrúminu. Með sjálfiim mér dáðist ég mjög að
þeim vélstjórunum, ekki síst Þórði sem gat smíðað allt, hafði skorið
út taflmenn og smíðað taflborð sem teflt var á þegar tóm gafst um
sumarið.
Þegar þessari ferð lauk var farið vestur í Húnaflóa. Það þótti vanda-
samt að fiska í flóanum, og oft var vitnað í Guðmund í Tungu og
gjama sagt að hann þekkti flóann eins og vasa sína. í flóanum er
misdýpi, og voru sumar grynningar ekki þekktar. Við höfðum ekki
annan dýptannæli en handlóð og smjörlíki. Svo gerðist það að einn
dag er kastað var að nótin kom upp allmikið rifin. Var skipstjóri að
velta því fyrir sér að sigla til Hjalteyrar og fá nótina viðgerða, en þá
komst Olafur kokkur í málið og fékk rnenn til að reyna að gera við
hana um borð. Þetta varð útslagið, enda gott veður. Byrjað var á því að
yfirhala nótina í annan bátinn, leggja saman rifuna og skera burt tætt
net, mæla það sem skorið var úr og sækja varanet sem kom í stað þess
sem ónýtt var. Þá segir Óli kokkur við mig: „Helgi. Farðu strax og
sæktu alinmálið.” Ég stökk um borð, hitti Valtý í vélarrúmsdyrunum
og spurði hann:
„Hvað er alinmál?”
Hann glotti stríðnislega: „Veistu það ekki?” og teygði lopann
eins og hann gat, því hann sá hvað ég var stressaður og átti að flýta
mér. Síðan fór hann með mér fram í áhaldaskáp, tók þar út nýtt kúst-
skaft sem á var merkt „tvö fet”, „ein alin”. Þetta var alinmálið. Ég
þreif skaftið og stökk út í bátinn, en þar tók Óli við því og mældi
það sem skorið hafði verið úr nótinni og síðan samsvarandi bætur
úr varanótinni. Þegar farið var að leysa rifumar saman og fella nýju
stykkin inn stjómaði Ólafur verkinu. Skipstjóri og stýrimaður leystu
rifumar saman og Óli líka þegar hann hafði lokið uppmælingu. Hann
slaufaði líka rifumar saman með svona tveggja til þriggja faðma
bili undan leysingunni, þannig að sá sem leysti var aldrei í vafa um
hvort rétt var leyst. Ég var látinn halda í netið - halda á móti. Sumir
röktu í nálar. Notað var sams konar garn og var í sjálfri nótinni og
kopamálarnar vom völundarsmíð.
Það var nóg að gera fyrir alla. Menn skiptust á að borða og fá sér
kaffi og hver vaskaði upp eftir sig til að létta á fyrir Óla, en hann dró