Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 12
10
Borgfirðingabók 2006
Steinunn Finnsdóttir (1640 til ca 1710) frá Höfn í Melasveit, amma
séra Snorra á Húsafelli. En Steinunn er jafnframt fyrsta konan í
íslenskri bókmenntasögu sem verulegur skáldskapur hefur varðveist
eftir.6 Eftir hana hafa varðveist tvennar rímur, auk lausavísna, vikivaka
og eins kappakvæðis með vikivakaviðlagi um hetjur Islendingasagna
sem allar biðja hana að yrkja um sig. Rímnaformið leysir hún upp
með því að tengja það þjóðkvæðum og efnið sækir hún til ævintýra,
sem er einstakt í rímnaskáldskapnum. „Hyndlurímur” yrkir hún út
af „Hyndluljóðum” sem samtímamaður hennar, lærdómsmaðurinn
Ámi Magnússon, kallar „þau ónýtu”,7 og „Snækóngsrímur” út af
„Snjáskvæði” sem sá sami Ámi segir „skrifað eftir fyrirsögn óskýrrar
kerlingar, er það numið hafði af móður sinni.”8 Það er því ekki undar-
legt að kvæðum sínum beinir Steinunn fyrst og fremst til kvenna, og í
fyrsta mansöng „Hyndlurímna” mælist hún beinlínis til þess að karlar
fari áður en hún fer með kvæðið:
Efþeir vilja ei til Ijá
eyrna hlustir sínar,
hafi þeir leyfi að hverfa frá,
en hlýði stúlkur mínar.9
í öðmm mansöng sömu rímna ávarpar hún böm og segist ætla að
gefa þeim skáldskapinn ef þau em þæg: „Brag minn eignist bömin
góð með bögum téðan, / siðlát, kyrr þau sitji á meðan.“ (23) Þannig
má segja að rímur Steinunnar spretti beint úr kvenhlutverkinu, bama-
uppeldinu og heimilisstörfunum. Eins og svo margar konur síðar
afsakar Steinunn skáldskap sinn með því að hún sé aðeins að yrkja
fyrir sjálfa sig. „Mér til gamans gjöri ég slíkt, / svo gleymist heimsins
ami,” segir hún í fjórðu rímu „Snækóngsrímna“ (97). í sömu rímum
líkir hún sér við rjúpu sem felur sig í dúninum í hreiðrinu sínu og
lætur það ekki á sig fá þótt svanurinn, stóri fuglinn, karlskáldið, syngi
betur. Raddir þeirra eru mismunandi en báðar frá guði, sem skáldkon-
an þakkar „fyrir það litla, / er lénti mér“. (96) I „Hyndlurímum" óskar
hún þeim góðs „sem lasta eigi mína ljóðagerð, / lofs þótt hún sé ekki
verð“, og biður „góðu skáldin“ að lagfæra það sem hún hefur ort:
„hér skal mansöngs lykja ljóð / lagfæri það skáldin góð.“ (34-35)
Það er athyglisvert að sjá hvemig hin opinbera bókmenntasaga
hefur tekið skáldskap Steinunnar. Undir viðhorf hennar sjálfrar til