Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 23
Borgfirðingabók 2006
21
uns kalda gröfin œtti að hylja hann. En hún hugsaði aldrei um
þá stund, hann átti rósina að hinsta blund. Eg get um þetta
til að sýna andstæðurnar: konur á karbættum skinnskóm og í
skörnugum pilsum, ogþeim skeikaði aldrei íþví að setja saman
setningu svo að hún yrði nokkurn veginn áheyrileg, já, meira
en það, ég held brjóstið í mér hafi drukkið lækningu úr tali
þeirra; hinsvegar þessi fræga skáldkona að norðan ófeimin
við að láta sjást eftir sig á prenti (en ég held konurnar mínar
hafi verið hálffeimnar innan um fólk, sem von var, slíka skó
sem þær voru vanar að dragast með á fótunum) að endingu
verðlaunuð Jyrir besta kvœðið eða næstbesta þegar lýðveldið
var stofnað. (45)28
Með því að bera rósimar, dansinn og silkið í ljóði Huldu upp að
karbættum skinnskóm og skörnugum pilsum setur Málfríður hér fram
það sem kalla mætti skáldskaparfræði hversdagsleikans og einkennir
skáldskap svo margra borgfirskra kvenna. Um leið gagnrýnir hún
skáldkonur sem yrkja upp úr hefð í stað þess að taka mið af eigin
kvenlegri reynslu og þeim raunveruleika sem við þeim blasir.
Ein ég sat og bætti buxnagat
A ámnum 1945-1949 komu út þrjú hefti af ársritinu Embla sem
hafði það á stefnuskrá sinni að flytja ritverk kvenna. Ein af ritstjómn-
um var borgfirsk, Valdís Halldórsdóttir (1908-2002), sonardóttir
skáldkonunnar Guðrúnar Halldórsdóttur frá Asbjarnarstöðum og ein
af þeim sem varðveitti skáldskap hennar. Varð Embla m.a. vettvangur
fyrir ljóð borgfirskra kvenna sem telja má að hafi þar margar komið
fram í fyrsta sinn.29 Þama em m.a. „Vorvísur" eftir Sigríði Helgadóttur
(1884-1977), dóttur Guðrúnar Halldórsdóttur á Ásbjamarstöðum,
þar sem hún lítur til æskustöðvanna í erindi sem með áherslunni á
ömefnin minnir á heimþrárkvæði Júlíönu Jónsdóttur: „Ömefni þar
öll ég veit / og aldrei þeim mun gleyma. / Þar, sem fyrst ég foldu leit,
/ mér finnst ég eiga heima.“30 Árið 1964 gaf Sigríður út ljóðabókina
Æskuminningar, að því er virðist á eigin kostnað, þá áttræð að aldri.31
í henni Qallar hún nokkuð um skáldskap sinn sem hún tengir bæði
menntunarskorti og heilsuleysi. I „Stökum“ kallar hún kvæði sín
„vísugrey“ og „ljóðabull“ sem hún geri bara fyrir sjálfa sig: