Borgfirðingabók - 01.12.2006, Blaðsíða 202
200
Borgfirðingabók 2006
á sama bæ. Er hann þá 29 ára en hún 22ja. Var þá tvöfalt kirkjubrúð-
kaup, því um leið giftust Halldór Jónsson bóndason á Skálpastöðum
og Kristín Magnúsdóttir vinnukona á þeim bæ. Svaramenn Odds og
Sigríðar voru þeir Ami hreppstjóri Sveinbjarnarson á Oddsstöðum
og óðalsbóndi Tómas Jónsson á Skarði.
Þau hjón hófu búskap í Gröf 1883 (sumar heimildir segja 1882), og
þar fæðist þeim 8. ágúst sama ár frumburðurinn Ámi (faðir Sigríðar,
móður greinarhöfundar), síðar bóndi á Refsstöðum, og síðan Gunnar,
síðar bóndi á Bjamastöðum í Grímsnesi, 22. september 1884, og
Halldór, seinna verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, 30. apríl 1886. Vor-
ið 1888 flytja þau að Krossi, og þar fæðast Oddur sem bjó síðar í
Steinsholti, 1. oktober 1889, Guðrún 2. mars 1892 og Ingibjörg 3.
apríl 1894.
Þau hjón munu hafa verið örfátæk á þessum árum, og minntist
Ámi þess að Sigríður vildi heldur svelta en að hrossakjöt kæmi inn
fyrir hennar varir og fyrirbauð að það kætni inn á hennar heimili.
Oddur var þó að hálfstelast til að sjóða í syni sína hrossakjöt í útihúsi.
Á þessum árum sóttu þau eldivið gangandi suður í Skorradal, og var
haft á orði að Ámi fór með þeim aðeins 4ra eða 5 ára gamall og hélt á
smábagga til málamynda. Jafnvel á þeim árum, þegar barnavinna þótti
bæði sjálfsögð og var raunar oftast nauðsynleg, þótti það í meira lagi
lagt á barn. Hálsinn þar á milli er líka víða illbrattur göngumönnum
þó á léttasta skeiði séu. Um Odd orti Jónatan Þorsteinsson í bæjarímu
um Lundarreykadal, og er það ein af fáum hlýlegum visum í þeirri
rímu:
Oddur starfar eins og má
öflugur og verkahraður.
Krossi veitir sá umsjá,
siðgóður en snauður maður.
Sumarið og reyndar árið 1882 var eitt það versta sem heimildir
em um á Islandi í seinni tíð, og í Öldinni sem leið er þess getið við
árið 1882 að þá hafi beinlínis fallið á svæðinu milli Gilsfjarðar og
Skarðsheiðar 136 nautgripir, 26 þúsund ljár, 16.400 unglömb og 1.300
hross. Er þá ótalin sú fækkun sem varð vegna heyskaparleysis, og er
talið að á þessu ári hafi sauðfé landsmanna fækkað um þriðjung. Ofan
á veðurfarsleg harðindi geisuðu þá mislingar og tóku bæði drjúgan