Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 2
Útgefandi:
Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík, 569 9600, sedlabanki@sedlabanki.is, www.sedlabanki.is
88. rit. 4. maí 2022 ISSN 1670-4371, vefrit
Öllum er frjálst að nota efni úr Peningamálum en þess er óskað að getið sé heimildar.
Markmið peningastefnu Seðlabanka Íslands er að stuðla að al mennri efna hags legri velferð á Íslandi. Það
gerir Seðlabankinn með því að stuðla að stöð ugu verðlagi sem er meginmarkmið hans. Í sam eiginlegri
yfirlýsingu ríkis stjórnar og Seðlabanka Íslands frá 27. mars 2001 er þetta skýrt svo að Seðlabankinn stefni
að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði
sem næst 2½%.
Fagleg greining og gagnsæi eru mikilvægar forsendur trúverðugrar pen inga stefnu. Með útgáfu árs fjórð-
ungs ritsins Peningamála leitast Seðla bank inn við að uppfylla þau skilyrði.
Í ritinu birtist ítarleg greining á framvindu og horfum í efnahags málum sem vaxtaákvarðanir peninga-
stefnunefndar Seðlabankans byggjast á. Með útgáfunni leit ast bankinn einnig við að standa reiknings skil
gerða sinna gagnvart stjórn völdum og almenningi.