Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 25

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 25
PENINGAMÁL 2022 / 2 25 Minni vöxtur íbúðafjárfestingar í ár en spáð var í febrúar Íbúðafjárfesting dróst saman um 4,4% milli ára í fyrra sem er svipað og gert var ráð fyrir í febrúar. Vísbendingar eru um að nokkur kraftur hafi færst í nýframkvæmdir á undanförnum mánuðum og sýnir ný talning Samtaka iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að íbúðum á fyrri byggingarstigum hafi fjölgað nokkuð frá sl. hausti (mynd III-8). Óvissa er þó um horfurnar vegna stríðsátakanna sem hafa nú þegar haft í för með sér mikla hækkun á verði nauðsynlegra aðfanga til byggingar- iðnaðar sem framleidd eru í Austur-Evrópu. Einnig kann skortur á mikilvægum aðföngum að valda töfum á byggingarframkvæmdum. Við þetta bætast áhyggjur stjórnenda af hækkandi launakostnaði í byggingariðnaði samkvæmt vorkönnun Gallup. Horfur um íbúðafjár- festingu á þessu ári eru nokkru lakari en í febrúarspánni og er nú gert ráð fyrir 5,5% vexti í stað tæplega 10% vaxtar í febrúar. Horfurnar út spátímann eru þó betri en í febrúar. Gangi spá bankans eftir verður hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu komið í 6½% í lok spátímans sem er rúmum 2 prósentum umfram meðaltal undanfarins aldarfjórðungs. Horfur á meiri vexti fjármunamyndunar á spátímanum en spáð var í febrúar Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að fjármunamyndun verði 6,9% meiri í ár en í fyrra (mynd III-9). Fjárfesting í ár er að mestu drifin af aukinni almennri atvinnu- vegafjárfestingu og fjárfestingu í orkufrekum iðnaði en á móti vegur samdráttur í fjárfestingu í flugvélum og skipum sem rekja má til grunnáhrifa vegna mikils innflutnings skipa og flugvéla í fyrra. Horfur eru á að fjármunamyndun vaxi hraðar á öllum spátímanum og verður hlutfall fjárfestingar og landsframleiðslu komið í tæplega 23% í lok hans sem er 1 prósentu hærra hlutfall en spáð var í febrúar. Hið opinbera Hóflegur vöxtur eftirspurnar hins opinbera á spátímanum Eftirspurn hins opinbera jókst um rúm 3% á síðasta ári en rekja mátti vöxtinn til jafns til samneyslu og fjárfestingar. Í ár er áætlað að eftirspurnin vaxi umtalsvert hægar eða um 1,6% þar sem talið er að fjárfesting standi svo til í stað milli ára. Í kjölfar farsóttarinnar jókst vægi samneyslu og fjár- festingar hins opinbera í landsframleiðslunni töluvert. Í ár gengur þessi aukning að hluta til baka og á næstu árum er búist við heldur minni vexti eftirspurnar hins opinbera Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu1 1. Samkvæmt íbúðatalningum Samtaka iðnaðarins og HMS. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins. Að fokheldu Fokhelt og lengra komið Fjöldi íbúða Mynd III-8 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 H au st 2 02 1 V or 2 02 1 H au st 2 02 0 V or 2 02 0 H au st 2 01 9 V or 2 01 9 H au st 2 01 8 V or 2 01 8 H au st 2 01 7 V or 2 01 7 H au st 2 01 6 V or 2 01 6 H au st 2 01 5 V or 2 01 5 H au st 2 01 4 V or 2 01 4 H au st 2 01 3 V or 2 01 3 H au st 2 01 2 H au st 2 01 1 V or 2 02 2 V or 2 01 1 V or 2 01 0 Fjármunamyndun og framlag helstu undirliða 2015-20241 1. Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í orku- frekum iðnaði og í skipum og flugvélum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Almennir atvinnuvegir Stóriðja Skip og flugvélar Fjármuna- myndun alls Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-9 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 2024202320222021202020192018201720162015 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320 22021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.