Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 28

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2022 / 2 28 Ómíkron-bylgjan hægði á bata í ferðaþjónustu í byrjun árs … Í takt við febrúarspá bankans hægði mikil fjölgun smita á fjölgun ferðamanna á fyrsta fjórðungi ársins. Voru þeir tæplega 245 þúsund á fjórðungnum eða liðlega helmingur af fjölda þeirra á sama tíma árið 2019. Erlend kortavelta bendir til þess að meðalútgjöld ferðamanna hafi verið aðeins lægri en á fjórðungnum á undan. Vísbendingar eru aftur á móti um að tekjur innlendra flugfélaga hafi dregist nokkru meira saman milli fjórð- unga en áætlað var en skiptifarþegum fækkaði töluvert meira en öðrum farþegum sem einnig má rekja til trufl- ana á flugumferð yfir landinu vegna slæms veðurfars í febrúar. Hins vegar hefur dregið hratt úr hömlum á ferðalög milli landa á fyrstu mánuðum ársins og er bólusettum farþegum nú frjálst að ferðast til stærstu markaðssvæða Evrópu án þess að sæta sóttkví eða sýna niðurstöðu COVID-prófs. … og stríðsátök setja svip sinn á horfurnar þótt áfram sé gert ráð fyrir kröftugum bata í ferðaþjónustu Þrátt fyrir minni hömlur á ferðalög og bættar horfur um farsóttina hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá því í febrúar vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa henn- ar á alþjóðlegar verðbólgu- og hagvaxtarhorfur (sjá umfjöllun í kafla I og rammagrein 2). Enn sem komið er hefur ekki borið á áhrifum stríðsins á ferðaþjónustu- aðila hérlendis og eru áætlanir innlendra flugfélaga í ár áþekkar og í febrúar. Áfram eru horfur á mikilli aukningu flugframboðs þegar líður á annan ársfjórðung og útlit er fyrir að það verði svipað í vor og sumar og það var árið 2019. Þá hefur leitum að gistingu og flugi til Íslands á leitarvél Google fjölgað frá seinni hluta síðasta árs og er fjöldinn orðinn sambærilegur og áður en faraldurinn hófst (mynd III-14). Áfram er því gert ráð fyrir kröftugum bata í ferða- þjónustu í ár þótt áætlað sé að áhrifa aukinnar óvissu og minnkandi kaupmáttar í helstu viðskiptalöndum auk hærra farmiðaverðs sakir hækkandi olíuverðs fari að gæta þegar líður á árið. Batinn verður því heldur hægari en áður var spáð. Gert er ráð fyrir að 1,4 millj- ónir erlendra ferðamanna komi hingað til lands í ár og að meðalútgjöld þeirra verði lítillega minni en áður var áætlað (mynd III-15). Búist er við að áhrifanna gæti fram á fyrri hluta næsta árs en hversu mikil og langvarandi þau verða fer eftir því hversu hratt horfur í heimsbúskapnum batna á ný. Líkt og áður er áætlað að bati ferðaþjónustu haldi áfram á næsta ári og ferðamönnum fjölgi milli ára þótt vöxturinn verði lítillega minni en áður var spáð. Samkvæmt spánni verður heildarfjöldi ferðamanna tæp- lega 1,7 milljónir á árinu í heild. Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll 2019-20221 1. Uppsafnaður fjöldi hvers árs. Punkturinn sýnir heildarfjölda 2022 samkvæmt grunnspá Seðlabankans. Heimildir: Ferðamálastofa, Isavia, Seðlabanki Íslands. 2019 2021 Uppsafnaður fjöldi (þúsundir) Mynd III-15 2020 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 DesNóvOktSepÁgúJúlJúnMaíAprMarFebJan 2022 Vísbendingar um umsvif í ferðaþjónustu1 1. ársfj. 2018 - 1. ársfj. 2022 1. Meðalútgjöld miðað við útflutning ferðalaga á föstu gengi, 1. ársfj. 2022 áætlaður út frá erlendri kortaveltu. Fjöldi ferðamanna út frá brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll. Leitarniðurstöður út frá þáttalíkani sem tekur saman tíðni fimm ólíkra leitarniðurstaðna sem tengjast ferðalögum til Íslands samkvæmt Google-leitar- vélinni (árstíðarleiðrétt). Heimildir: Ferðamálastofa, Google Trends, Hagstofa Íslands, Isavia, Seðlabanki Íslands. Fjöldi ferðamanna (v. ás) Meðalútgjöld ferðamanna (v. ás) Leitarniðurstöður (h. ás) Fjöldi ferðamanna (þús.) / Meðalútgjöld ferðamanna (þús. kr.) Mynd III-14 Vísitala 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 ‘222021202020192018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.