Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 31

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 31
PENINGAMÁL 2022 / 2 31 en afgangur á þjónustujöfnuði var lítillega meiri en árið á undan (mynd III-19). Skýrist minni afgangur á jöfnuði frumþáttatekna fyrst og fremst af auknum hagnaði inn- lendra félaga í eigu erlendra aðila og útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram næstu misseri í ljósi mikillar hækkunar á verði álafurða. Halli á viðskiptajöfnuði í fyrra var töluvert meiri en gert var ráð fyrir í febrúar sem rekja má annars vegar til minni afgangs á þjónustuviðskiptum tengds fyrrgreind- um liðum annarra þjónustuviðskipta og meiri halla á jöfn- uði frumþáttatekna á fjórða ársfjórðungi en áætlað var. Horfur hafa einnig versnað fyrir árið í ár en þar veg- ast annars vegar á minni afgangur af þjónustuviðskiptum og meiri halli á jöfnuði frumþáttatekna og rekstrarfram- laga og hins vegar minni halli á vöruviðskiptum. Talið er að áfram verði halli á viðskiptajöfnuði í ár sem nemur 0,9% af landsframleiðslu en í febrúar var spáð 0,5% afgangi. Horfur hafa einnig versnað fyrir næstu tvö ár og er nú gert ráð fyrir að halli verði á viðskiptajöfnuði á öllum spátímanum. Hagvöxtur Minni hagvöxtur í fyrra en gert var ráð fyrir í febrúar Þrátt fyrir að innlend eftirspurn hafi vaxið meira á fjórða fjórðungi síðasta árs en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans reyndist hagvöxtur minni samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Íslands (mynd III-20). Skýrist það af töluvert neikvæðara framlagi utanríkisviðskipta til hagvaxtar en gert var ráð fyrir. Óhagstæðari utanríkis- viðskipti mátti m.a. rekja til meiri samdráttar í útflutningi annarrar þjónustu en áætlað var og á sömu sveif lögðust áðurnefnd einskiptisáhrif aukins innflutnings á fjarskipta- og upplýsingaþjónustu. Landsframleiðsla mældist 4,4% meiri á fjórða fjórðungi miðað við árið á undan og er það þriðji fjórðungurinn í röð þar sem hagvöxtur mælist á milli ára (mynd III-21). Hagvöxtur var 4,3% í fyrra þar sem þjóðarútgjöld jukust um 7,2% en á móti kom 2,9 prósentna neikvætt framlag utanríkisviðskipta. Talsverð aukning var í öllum undirliðum innlendrar eftirspurnar en framlag birgða- breytinga var þó lítillega neikvætt. Hagvöxtur ársins reyndist 0,6 prósentum minni en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans og skýrist sá munur helst af nei- kvæðara framlagi utanríkisviðskipta. Landsframleiðslan var enn 3% minni en hún var að meðaltali árið 2019 og 1 prósentu undir því sem áætlað var í febrúar. Í viðbót við lakari hagvöxt í fyrra endurskoðaði Hagstofan tölur fyrir árið 2020 og reyndist samdráttur landsframleiðslu hafa verið 7,1% í stað 6,5% í fyrri tölum. Viðskiptajöfnuður 2015-20241 1.Viðskiptajöfnuður án áhrifa fallinna fjármálafyrirtækja árið 2015. Jöfnuður rekstrar- framlaga talinn með frumþáttajöfnuði. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vörur Þjónusta % af VLF Mynd III-19 -10 -5 0 5 10 15 2024202320222021202020192018201720162015 Jöfnuður frumþáttatekna Viðskiptajöfnuður 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015 Ársfjórðungsleg breyting landsframleiðslu1 4. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2021 1. Árstíðarleiðrétt gögn. Gögn fyrir PM 2022/2 sýna mælingu Hagstofu Íslands frá febrúar 2022 en gögn fyrir PM 2022/1 sýna mælingu Hagstofunnar frá nóvember 2021 að 4. ársfjórðungi undanskildum sem sýnir grunnspá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2022/1 Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) Mynd III-20 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 4. ársfj. 2019 PM 2022/2 1. ársfj. 2020 2. ársfj. 2020 3. ársfj. 2020 4. ársfj. 2020 1. ársfj. 2021 2. ársfj. 2021 3. ársfj. 2021 4. ársfj. 2021 Hagvöxtur og framlag undirliða1 1. ársfj. 2018 - 4. ársfj. 2021 1. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og hagvaxtar vegna keðju- tengingar þjóðhagsreikninga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Utanríkisviðskipti VLF Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-21 -15 -10 -5 0 5 10 15 2021202020192018 Fjármunamyndun Birgðabreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.