Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 31
PENINGAMÁL 2022 / 2 31
en afgangur á þjónustujöfnuði var lítillega meiri en árið
á undan (mynd III-19). Skýrist minni afgangur á jöfnuði
frumþáttatekna fyrst og fremst af auknum hagnaði inn-
lendra félaga í eigu erlendra aðila og útlit er fyrir að sú
þróun haldi áfram næstu misseri í ljósi mikillar hækkunar
á verði álafurða.
Halli á viðskiptajöfnuði í fyrra var töluvert meiri en
gert var ráð fyrir í febrúar sem rekja má annars vegar til
minni afgangs á þjónustuviðskiptum tengds fyrrgreind-
um liðum annarra þjónustuviðskipta og meiri halla á jöfn-
uði frumþáttatekna á fjórða ársfjórðungi en áætlað var.
Horfur hafa einnig versnað fyrir árið í ár en þar veg-
ast annars vegar á minni afgangur af þjónustuviðskiptum
og meiri halli á jöfnuði frumþáttatekna og rekstrarfram-
laga og hins vegar minni halli á vöruviðskiptum. Talið er
að áfram verði halli á viðskiptajöfnuði í ár sem nemur
0,9% af landsframleiðslu en í febrúar var spáð 0,5%
afgangi. Horfur hafa einnig versnað fyrir næstu tvö ár
og er nú gert ráð fyrir að halli verði á viðskiptajöfnuði á
öllum spátímanum.
Hagvöxtur
Minni hagvöxtur í fyrra en gert var ráð fyrir í febrúar
Þrátt fyrir að innlend eftirspurn hafi vaxið meira á fjórða
fjórðungi síðasta árs en gert var ráð fyrir í febrúarspá
bankans reyndist hagvöxtur minni samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu Íslands (mynd III-20). Skýrist það
af töluvert neikvæðara framlagi utanríkisviðskipta til
hagvaxtar en gert var ráð fyrir. Óhagstæðari utanríkis-
viðskipti mátti m.a. rekja til meiri samdráttar í útflutningi
annarrar þjónustu en áætlað var og á sömu sveif lögðust
áðurnefnd einskiptisáhrif aukins innflutnings á fjarskipta-
og upplýsingaþjónustu. Landsframleiðsla mældist 4,4%
meiri á fjórða fjórðungi miðað við árið á undan og er
það þriðji fjórðungurinn í röð þar sem hagvöxtur mælist
á milli ára (mynd III-21).
Hagvöxtur var 4,3% í fyrra þar sem þjóðarútgjöld
jukust um 7,2% en á móti kom 2,9 prósentna neikvætt
framlag utanríkisviðskipta. Talsverð aukning var í öllum
undirliðum innlendrar eftirspurnar en framlag birgða-
breytinga var þó lítillega neikvætt. Hagvöxtur ársins
reyndist 0,6 prósentum minni en gert hafði verið ráð fyrir
í febrúarspá bankans og skýrist sá munur helst af nei-
kvæðara framlagi utanríkisviðskipta. Landsframleiðslan
var enn 3% minni en hún var að meðaltali árið 2019 og
1 prósentu undir því sem áætlað var í febrúar. Í viðbót
við lakari hagvöxt í fyrra endurskoðaði Hagstofan tölur
fyrir árið 2020 og reyndist samdráttur landsframleiðslu
hafa verið 7,1% í stað 6,5% í fyrri tölum.
Viðskiptajöfnuður 2015-20241
1.Viðskiptajöfnuður án áhrifa fallinna fjármálafyrirtækja árið 2015. Jöfnuður rekstrar-
framlaga talinn með frumþáttajöfnuði. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína
sýnir spá frá PM 2022/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Vörur
Þjónusta
% af VLF
Mynd III-19
-10
-5
0
5
10
15
2024202320222021202020192018201720162015
Jöfnuður frumþáttatekna
Viðskiptajöfnuður
2024202320222021202020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015
Ársfjórðungsleg breyting landsframleiðslu1
4. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2021
1. Árstíðarleiðrétt gögn. Gögn fyrir PM 2022/2 sýna mælingu Hagstofu Íslands frá
febrúar 2022 en gögn fyrir PM 2022/1 sýna mælingu Hagstofunnar frá nóvember
2021 að 4. ársfjórðungi undanskildum sem sýnir grunnspá PM 2022/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
PM 2022/1
Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%)
Mynd III-20
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
4. ársfj.
2019
PM 2022/2
1. ársfj.
2020
2. ársfj.
2020
3. ársfj.
2020
4. ársfj.
2020
1. ársfj.
2021
2. ársfj.
2021
3. ársfj.
2021
4. ársfj.
2021
Hagvöxtur og framlag undirliða1
1. ársfj. 2018 - 4. ársfj. 2021
1. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og hagvaxtar vegna keðju-
tengingar þjóðhagsreikninga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Einkaneysla
Samneysla
Utanríkisviðskipti
VLF
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-21
-15
-10
-5
0
5
10
15
2021202020192018
Fjármunamyndun
Birgðabreytingar