Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 42

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 42
PENINGAMÁL 2022 / 2 42 Rammagrein 1 Fráviksdæmi og óvissuþættir Grunnspá Seðlabankans endurspeglar það sem talin er vera líklegasta framvinda efnahagsmála á spátímanum. Efnahagshorfur eru hins vegar háðar óvissu og geta breyst verði breytingar á lykilforsendum spárinnar. Þar vegur m.a. þungt mat á kjarasamningsbundnum launahækkunum á spá- tímanum. Nú liggur fyrir að ákvæði kjarasamninga frá vorinu 2019 um viðbótarhækkanir launa tengdar þróun hagvaxtar á mann muni virkjast. Það hefur áhrif á innlenda efnahagsfram- vindu eins og rakið er í þessari rammagrein. Töluverð óvissa er þó um hver endanleg hækkun launa verður á spátímanum þar sem flestir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir í nóvember nk. Við bætist fjöldi annarra óvissuþátta sem geta haft áhrif á efna- hagshorfur, sem m.a. tengjast stríðsátökum í Austur-Evrópu, framvindu heimsfaraldursins og hversu hratt tekst að vinda ofan af þeim framleiðslutruflunum sem hafa skekið heimsbú- skapinn undanfarið. Fráviksdæmi: Efnahagsleg áhrif hagvaxtar- auka kjarasamninga Laun hafa hækkað mikið hér á landi í alþjóðlegum samanburði … Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um tæplega 20% frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði tóku gildi í byrjun apríl 2019 fram til loka síðasta árs. Það samsvarar 6,7% árshækkun að meðaltali á þessu tæplega þriggja ára tímabili. Hækkun launa á almennum markaði er áþekk og hið sama á við um launahækkanir í framleiðslugreinum sem gjarnan er horft til í alþjóðlegum samanburði. Eins og sést á mynd 1 er það töluvert meiri hækkun launa en hefur verið á sama tíma í öðrum þróuðum ríkjum: hækkunin var þrefalt meiri hér á landi en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum og Bretlandi og næstum sexfalt meiri en í Þýskalandi. Svipaða sögu er að segja þegar horft er yfir lengra tímabil: á undan- förnum tuttugu árum hafa laun í framleiðslugreinum einnig hækkað um tæplega 7% að meðaltali á ári hér á landi sem er hátt í þrefalt meira en að meðaltali í öðrum þróuðum ríkjum.1 1. Launatölfræði fyrir framleiðslugreinar á Íslandi nær eingöngu aftur til ársins 2005 en önnur launatölfræði sem nær yfir allt tuttugu ára tímabilið gefur sömu niðurstöðu. Launavísitalan hefur t.d. hækkað um 6,8% að meðaltali á ári undanfarna tvo áratugi og launavísitala fyrir almenna markaðinn um 6,9%. Launahækkanir í framleiðslugreinum1 1. Hækkun tímakaups í framleiðslugreinum. Ársfjórðungslegar tölur eru árstíðar- leiðréttar. Tölur fyrir Ísland ná aftur til ársins 2005. Heimild: OECD. % Mynd 1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Þýska- land Bret- land Banda- ríkin Sví- þjóð NoregurFinn- land Dan- mörk Ísland Meðalárshækkun undanfarin 20 ár (2002-2021) Meðalárshækkun 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.