Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 42
PENINGAMÁL 2022 / 2 42
Rammagrein 1
Fráviksdæmi og óvissuþættir
Grunnspá Seðlabankans endurspeglar það sem talin er
vera líklegasta framvinda efnahagsmála á spátímanum.
Efnahagshorfur eru hins vegar háðar óvissu og geta breyst
verði breytingar á lykilforsendum spárinnar. Þar vegur m.a.
þungt mat á kjarasamningsbundnum launahækkunum á spá-
tímanum. Nú liggur fyrir að ákvæði kjarasamninga frá vorinu
2019 um viðbótarhækkanir launa tengdar þróun hagvaxtar á
mann muni virkjast. Það hefur áhrif á innlenda efnahagsfram-
vindu eins og rakið er í þessari rammagrein.
Töluverð óvissa er þó um hver endanleg hækkun
launa verður á spátímanum þar sem flestir kjarasamningar
á almennum vinnumarkaði eru lausir í nóvember nk. Við
bætist fjöldi annarra óvissuþátta sem geta haft áhrif á efna-
hagshorfur, sem m.a. tengjast stríðsátökum í Austur-Evrópu,
framvindu heimsfaraldursins og hversu hratt tekst að vinda
ofan af þeim framleiðslutruflunum sem hafa skekið heimsbú-
skapinn undanfarið.
Fráviksdæmi: Efnahagsleg áhrif hagvaxtar-
auka kjarasamninga
Laun hafa hækkað mikið hér á landi í alþjóðlegum
samanburði …
Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um tæplega 20% frá
því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði tóku gildi
í byrjun apríl 2019 fram til loka síðasta árs. Það samsvarar
6,7% árshækkun að meðaltali á þessu tæplega þriggja ára
tímabili. Hækkun launa á almennum markaði er áþekk og
hið sama á við um launahækkanir í framleiðslugreinum sem
gjarnan er horft til í alþjóðlegum samanburði. Eins og sést á
mynd 1 er það töluvert meiri hækkun launa en hefur verið
á sama tíma í öðrum þróuðum ríkjum: hækkunin var þrefalt
meiri hér á landi en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum
og Bretlandi og næstum sexfalt meiri en í Þýskalandi. Svipaða
sögu er að segja þegar horft er yfir lengra tímabil: á undan-
förnum tuttugu árum hafa laun í framleiðslugreinum einnig
hækkað um tæplega 7% að meðaltali á ári hér á landi sem er
hátt í þrefalt meira en að meðaltali í öðrum þróuðum ríkjum.1
1. Launatölfræði fyrir framleiðslugreinar á Íslandi nær eingöngu aftur
til ársins 2005 en önnur launatölfræði sem nær yfir allt tuttugu ára
tímabilið gefur sömu niðurstöðu. Launavísitalan hefur t.d. hækkað um
6,8% að meðaltali á ári undanfarna tvo áratugi og launavísitala fyrir
almenna markaðinn um 6,9%.
Launahækkanir í framleiðslugreinum1
1. Hækkun tímakaups í framleiðslugreinum. Ársfjórðungslegar tölur eru árstíðar-
leiðréttar. Tölur fyrir Ísland ná aftur til ársins 2005.
Heimild: OECD.
%
Mynd 1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
Þýska-
land
Bret-
land
Banda-
ríkin
Sví-
þjóð
NoregurFinn-
land
Dan-
mörk
Ísland
Meðalárshækkun undanfarin 20 ár (2002-2021)
Meðalárshækkun 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2021