Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 49

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 49
PENINGAMÁL 2022 / 2 49 Rammagrein 2 Efnahagsleg áhrif innrásarinnar í Úkraínu Hinn 24. febrúar sl. réðst rússneski herinn inn í Úkraínu. Stríðsátökin hafa leitt miklar hörmungar yfir úkraínsku þjóð- ina og refsiaðgerðir Vesturlanda gagnvart Rússum munu leiða til mikilla þrenginga þar í landi. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur aukist og stríðsátökin gætu breiðst út til annarra landa. Eignaverð hefur víða gefið eftir og verð á fjölda hrávara hefur hækkað mikið. Því er ljóst að efnahags- horfur í heiminum hafa versnað og verðbólga verður bæði meiri og þrálátari en áður var búist við. Í þessari rammagrein er fjallað um meginfarvegi efna- hagslegra áhrifa átakanna á umheiminn og möguleg áhrif þeirra á efnahagsumsvif og verðbólgu. Efnahagsleg áhrif stríðsátaka verða mest í Úkraínu og Rússlandi Eftir linnulausar árásir rússneska hersins á borgir og innviði í Úkraínu er ljóst að úkraínsku þjóðarinnar bíður erfitt verk að byggja landið upp á ný þegar átökunum linnir. Fjöldi fólks hefur látið lífið og margar milljónir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og flýja af landi brott. Borgir, framleiðslutæki og innviðir hafa verið eyðilagðir. Uppbyggingarstarfið mun því taka tíma og verður ekki unnið án aðkomu alþjóðasamfélags- ins með beinum fjárframlögum og endurskipulagningu skulda. Efnahagsleg áhrif á Rússland eru að sama skapi mikil þótt þau séu annars eðlis. Rússland er nú einangrað í alþjóða- samfélaginu í kjölfar viðamikils viðskiptabanns og útskúfunar úr samfélagi þjóða. Eignaverð þar í landi hríðféll og fjár- málaleg skilyrði versnuðu verulega í kjölfar áraunar á innlent bankakerfi og lokunar á aðgengi að erlendri fjármögnun. Seðlabanki Rússlands greip til fjármagnshafta og hækkaði vexti verulega til að verja gengi rúblunnar þótt frysting á stórum hluta gjaldeyrisforða bankans hafi þrengt mjög að svigrúmi hans til þess. Þá hefur verið lokað fyrir aðgengi fjölda rússneskra banka að SWIFT-greiðsluskilaboðakerfinu sem torveldar þeim og rússneskum fyrirtækjum að stunda og gera upp viðskipti við önnur lönd. Fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hefur einnig hætt starfsemi í Rússlandi og fyrirtæki um allan heim hafa hætt viðskiptum við Rússa og skorið á tengsl við fyrirtæki þar í landi. Þá hafa Bandaríkjamenn lagt bann á innflutning jarðefnaeldsneytis frá Rússlandi og Bretar ætla að hætta innflutningi á olíu þaðan fyrir lok þessa árs. ESB-ríki hafa jafnframt í hyggju að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og stefna að því að draga úr innflutningi á jarðgasi þaðan um tvo þriðju innan árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.