Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 13

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 13
PENINGAMÁL 2022 / 2 13 Olíuverð hefur hækkað enn frekar … Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nær sam- fleytt undanfarin tvö ár eftir mikla lækkun þegar farsóttin skall á (mynd I-14). Verðið lækkaði tímabundið í desem- ber sl. vegna áhyggna af þróun farsóttarinnar og hertum sóttvarnaraðgerðum en hækkaði á ný í janúar og hafði þá ekki verið hærra í átta ár. Skýrðist það af betri horfum um olíueftirspurn, minnkandi birgðastöðu og áhyggj- um af olíuframleiðslu OPEC-ríkja og nokkurra annarra tengdra olíuframleiðenda. Olíuverð fór áfram hækkandi um miðjan febrúar vegna vaxandi vísbendinga um að Rússar hygðust ráðast inn í Úkraínu og enn frekar þegar það raungerðist. Mikil óvissa ríkir um olíuframboð vegna árásarinnar og refsiaðgerða Vesturlanda enda Rússar annar stærsti olíuútflytjandi heims. Endurspeglast það í óvenju miklum verðsveiflum á markaði en dagsloka- verð á Brent-hráolíu fór hæst í um 130 Bandaríkjadali á tunnu snemma í mars og hafði ekki verið hærra síðan árið 2008. Þá hækkaði verð á öðrum orkugjöfum einnig skarpt, ekki síst á jarðgasi í Evrópu enda vegur innflutn- ingur frá Rússlandi þungt í orkunotkun þeirra. Hækkun olíuverðs hefur að hluta gengið til baka síðan í mars þótt það sé enn töluvert hærra en fyrir stríðsátökin. Aukin framleiðsla í Bandaríkjunum ásamt ákvörðun þarlendra stjórnvalda og allra annarra aðildar- ríkja Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að setja fordæma- laust magn af olíuvarasjóðum sínum á markað hefur dregið úr óvissu og stuðlað að verðlækkun. Þá ríkir einnig aukin bjartsýni um að Bandaríkjastjórn dragi úr viðskipta- þvingunum á Íran sem hafa haldið aftur af olíuútflutningi þeirra undanfarin ár. Auknar áhyggjur af áhrifum hertra sóttvarnaraðgerða í Kína á olíueftirspurn hefur jafnframt leitt til verðlækkana að undanförnu. Brent-hráolíuverð mældist 106 Bandaríkjadalir á tunnu að meðaltali í apríl sem er um 24% hærra verð en í janúar sl. og 63% hærra en í apríl í fyrra. Þótt verð í framvirkum samningum bendi til þess að olíuverð lækki á spátímanum er útlit fyrir að það verði töluvert hærra á honum öllum í samanburði við febrúarspá bankans. … og hefur verð á annarri hrávöru einnig hækkað mikið Verð á annarri hrávöru en orkugjöfum hækkaði einnig mikið milli ára í fyrra og var verð margra þeirra nálægt eða við sögulegt hámark (myndir I-7 og I-13). Eftirspurn hefur aukist samhliða auknum efnahagsumsvifum á sama tíma og framboðshnökrar hafa haldið aftur af framleiðslu margra hrávara. Verðhækkun þeirra hafði stöðvast á seinni árshelmingi í fyrra og var búist við að hrávöruverð myndi hjaðna lítillega í ár. Það tók hins vegar að hækka á ný í upphafi þessa árs samhliða hækkun orkuverðs og Alþjóðlegt olíuverð Janúar 2010 - júní 2025 Heimildir: Refinitiv, Seðlabanki Íslands. Hráolíuverð (Brent) Framvirkt verð PM 2022/1 Framvirkt verð PM 2022/2 USD á tunnu Mynd I-14 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘22‘20‘18‘16‘14‘12‘10 ‘24‘23‘21‘19‘17‘15‘13‘11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.