Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 51

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 51
PENINGAMÁL 2022 / 2 51 verði takmörkuð. Fjármálaleg tengsl við rússneska banka og fyrirtæki eru hlutfallslega lítil og kröfur alþjóðlegra banka á rússneska aðila eru almennt litlar að umfangi (mynd 2) og hafa minnkað undanfarin ár, sérstaklega eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014. Fjármálaleg skilyrði þróaðra ríkja hafa þó versnað í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með lækkandi hlutabréfaverði og hefur áhættu- og vaxtaálag einhverra ríkja þokast lítillega upp. Þá hefur áhættuálag á fjármála- fyrirtæki einnig hækkað og mögulega gætu erfiðleikar rúss- neskra banka með alþjóðlega starfsemi haft neikvæð áhrif á þeim mörkuðum sem þeir starfa á. Heildaráhætta gagnvart rússneskum fjármálafyrirtækjum virðist þó ekki mikil. Aukin óvissa vegna átakanna og flótti í öruggar fjáreignir gæti þó magnað upp óstöðugleika í fjármálakerfi sumra ríkja. Áhrif átaka í gegnum alþjóðlega hrávörumarkaði Tiltölulega lítið vægi Rússlands í alþjóðaviðskiptum og í hinu alþjóðlega fjármálakerfi segir þó ekki nema hluta sögunn- ar þegar reynt er að leggja mat á áhrif stríðsátakanna og viðskiptabannsins á heimshagkerfið. Rússland er einn mikil- vægasti framleiðandi heimsins á fjölda hrávara og Úkraína er einnig mikilvægur matvælaframleiðandi. Það er því ljóst að stríðsátökin og viðskiptabannið munu hafa víðtæk áhrif á alþjóðlega hrávörumarkaði og þar með á heimshagkerfið. Eins og sést á mynd 3 framleiða Rússar um 12% af olíu í heiminum og er Rússland næststærsti einstaki olíuútflytjandi heimsins á eftir Sádi-Arabíu. Vægi Rússlands í framleiðslu á jarðgasi er enn meira: um 17% af jarðgasi í heiminum koma þaðan og er landið stærsti einstaki útflytjandi þess. Vægi Rússlands í öðrum hrávörum og málmum er einnig mikið. Hátt í helmingur framleiðslu á eðalmálminum palladíum í heiminum kemur t.d. þaðan en það er m.a. mikilvægt hráefni í framleiðslu á hvarfakútum í bíla. Rússland og Úkraína eru jafnframt veigamikil í framleiðslu á gastegundum á borð við neon sem er, auk palladíums, notað í framleiðslu á hálfleiður- um sem eru ómissandi í framleiðslu á alls kyns raftækjum og tölvustýrðum vörum. Þá er Rússland mikilvægur framleiðandi á nikkeli sem m.a. er notað í stálframleiðslu og í framleiðslu á rafhlöðum. Vægi Rússlands og Úkraínu í matvælaframleiðslu er ekki síður mikið en löndin tvö eru meðal fimm stærstu útflytjenda fjölda matvæla í heiminum. Tæplega 15% af heimsframleiðslu á hveiti kemur t.d. frá löndunum tveimur og samtals um fjórðungur af heimsútflutningi þess. Þau eru einnig mikilvægir framleiðendur áburðar sem notaður er við framleiðslu á fjölda matvæla og standa undir ríflega helmingi heimsframleiðslunnar á sólblómaolíu. Meginfarvegur efnahagslegra áhrifa stríðsátakanna á heimshagkerfið verður því í formi mikilla verðhækkana á hrávöru sem mun auka innflutta verðbólgu og auka útgjöld Kröfur fjármálastofnana í völdum OECD-ríkjum á Rússland1 1. Útistandandi kröfur banka á rússneska aðila á 3. ársfjórðungi 2021 í hlutfalli af heildarkröfum þeirra á erlenda aðila. Heimildir: Alþjóðagreiðslubankinn (Consolidated banking statistics), OECD. % Mynd 2 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 K an ad a Sp án n Be lg ía Br et la nd Po rt úg al Ja pa n Fi nn la nd G rik kl an d Sv is s Þý sk al an d Ba nd ar ík in S- K ór ea Fr ak kl an d Ít al ía A us tu rr ík i Hlutdeild Rússlands og Úkraínu í hrávöruframleiðslu 2020 Heimild: J.P. Morgan Commodity Research, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), US Geological Survey. % Mynd 3 0 10 20 30 40 50 60 Si nk K op ar St ál K ol Si lfu r N ik ke l Á l K or nm et i Já rn gr ýt i G ul l O lía Pl at ín a H ve iti Ja rð ga s Pa lla dí um Só lb ló m ao lía Rússland Úkraína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.