Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 51
PENINGAMÁL 2022 / 2 51
verði takmörkuð. Fjármálaleg tengsl við rússneska banka og
fyrirtæki eru hlutfallslega lítil og kröfur alþjóðlegra banka á
rússneska aðila eru almennt litlar að umfangi (mynd 2) og
hafa minnkað undanfarin ár, sérstaklega eftir innrás Rússa á
Krímskaga árið 2014. Fjármálaleg skilyrði þróaðra ríkja hafa
þó versnað í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með lækkandi
hlutabréfaverði og hefur áhættu- og vaxtaálag einhverra
ríkja þokast lítillega upp. Þá hefur áhættuálag á fjármála-
fyrirtæki einnig hækkað og mögulega gætu erfiðleikar rúss-
neskra banka með alþjóðlega starfsemi haft neikvæð áhrif á
þeim mörkuðum sem þeir starfa á. Heildaráhætta gagnvart
rússneskum fjármálafyrirtækjum virðist þó ekki mikil. Aukin
óvissa vegna átakanna og flótti í öruggar fjáreignir gæti þó
magnað upp óstöðugleika í fjármálakerfi sumra ríkja.
Áhrif átaka í gegnum alþjóðlega hrávörumarkaði
Tiltölulega lítið vægi Rússlands í alþjóðaviðskiptum og í hinu
alþjóðlega fjármálakerfi segir þó ekki nema hluta sögunn-
ar þegar reynt er að leggja mat á áhrif stríðsátakanna og
viðskiptabannsins á heimshagkerfið. Rússland er einn mikil-
vægasti framleiðandi heimsins á fjölda hrávara og Úkraína
er einnig mikilvægur matvælaframleiðandi. Það er því ljóst
að stríðsátökin og viðskiptabannið munu hafa víðtæk áhrif
á alþjóðlega hrávörumarkaði og þar með á heimshagkerfið.
Eins og sést á mynd 3 framleiða Rússar um 12% af olíu
í heiminum og er Rússland næststærsti einstaki olíuútflytjandi
heimsins á eftir Sádi-Arabíu. Vægi Rússlands í framleiðslu á
jarðgasi er enn meira: um 17% af jarðgasi í heiminum koma
þaðan og er landið stærsti einstaki útflytjandi þess. Vægi
Rússlands í öðrum hrávörum og málmum er einnig mikið.
Hátt í helmingur framleiðslu á eðalmálminum palladíum í
heiminum kemur t.d. þaðan en það er m.a. mikilvægt hráefni
í framleiðslu á hvarfakútum í bíla. Rússland og Úkraína eru
jafnframt veigamikil í framleiðslu á gastegundum á borð við
neon sem er, auk palladíums, notað í framleiðslu á hálfleiður-
um sem eru ómissandi í framleiðslu á alls kyns raftækjum og
tölvustýrðum vörum. Þá er Rússland mikilvægur framleiðandi
á nikkeli sem m.a. er notað í stálframleiðslu og í framleiðslu á
rafhlöðum. Vægi Rússlands og Úkraínu í matvælaframleiðslu
er ekki síður mikið en löndin tvö eru meðal fimm stærstu
útflytjenda fjölda matvæla í heiminum. Tæplega 15% af
heimsframleiðslu á hveiti kemur t.d. frá löndunum tveimur
og samtals um fjórðungur af heimsútflutningi þess. Þau eru
einnig mikilvægir framleiðendur áburðar sem notaður er við
framleiðslu á fjölda matvæla og standa undir ríflega helmingi
heimsframleiðslunnar á sólblómaolíu.
Meginfarvegur efnahagslegra áhrifa stríðsátakanna
á heimshagkerfið verður því í formi mikilla verðhækkana á
hrávöru sem mun auka innflutta verðbólgu og auka útgjöld
Kröfur fjármálastofnana í völdum OECD-ríkjum
á Rússland1
1. Útistandandi kröfur banka á rússneska aðila á 3. ársfjórðungi 2021 í hlutfalli af
heildarkröfum þeirra á erlenda aðila.
Heimildir: Alþjóðagreiðslubankinn (Consolidated banking statistics), OECD.
%
Mynd 2
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
K
an
ad
a
Sp
án
n
Be
lg
ía
Br
et
la
nd
Po
rt
úg
al
Ja
pa
n
Fi
nn
la
nd
G
rik
kl
an
d
Sv
is
s
Þý
sk
al
an
d
Ba
nd
ar
ík
in
S-
K
ór
ea
Fr
ak
kl
an
d
Ít
al
ía
A
us
tu
rr
ík
i
Hlutdeild Rússlands og Úkraínu í hrávöruframleiðslu
2020
Heimild: J.P. Morgan Commodity Research, Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO), US Geological Survey.
%
Mynd 3
0
10
20
30
40
50
60
Si
nk
K
op
ar
St
ál
K
ol
Si
lfu
r
N
ik
ke
l
Á
l
K
or
nm
et
i
Já
rn
gr
ýt
i
G
ul
l
O
lía
Pl
at
ín
a
H
ve
iti
Ja
rð
ga
s
Pa
lla
dí
um
Só
lb
ló
m
ao
lía
Rússland Úkraína