Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 27

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 27
PENINGAMÁL 2022 / 2 27 Uppsafnaður halli í nýrri fjármálaáætlun stjórnvalda minnkar verulega frá fyrri áætlun Í nýlega birtri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er að finna uppfært mat á afkomu ársins í ár og er þar búist við minni halla um sem nemur ½% af landsframleiðslu en kveðið var á um í fjárlögum ársins eða 4,6% (A-hluti samtals). Afkoma ríkissjóðs fer batnandi milli ára og gerir fjármálaáætlunin ráð fyrir að aukning skulda ríkis- sjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu stöðvist árið 2025. Veruleg breyting er á afkomuhorfum frá síðustu fjár- málaáætlun sem að mestu leyti endurspeglar breyttar efnahagshorfur. Þannig er uppsafnaður halli ríkissjóðs yfir tímabilið 2021-2026 nú talinn verða minni um sem nemur rúmum 6% af landsframleiðslu samanborið við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá síðasta ári (mynd III-12). Utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuður Áframhaldandi bati í ferðaþjónustu á fjórða árs­ fjórðungi en á móti vó samdráttur annarrar þjónustu Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 8,6% milli fjórðunga á fjórða fjórðungi síðasta árs (mynd III-13). Á árinu í heild nam ársvöxturinn 12,3% sem er tæpum 2 prósentum undir því sem gert var ráð fyrir í febrúar. Þjónustuútflutningur jókst um 36% milli ára á fjórð- ungnum, sem er nokkru hægari vöxtur en fjórðungana á undan, og um 20,3% á árinu í heild. Hann er þó enn um fjórðungi minni en í lok árs 2019 áður en COVID- 19-faraldurinn hófst. Vöxtur þjónustuútflutnings á fjórð- ungnum skýrist einkum af bata í ferðaþjónustu líkt og gert var ráð fyrir. Það hægði þó lítillega á batanum í kjölfar fjölgunar smita og útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis veirunnar og námu heildartekjur af ferðaþjónustu um 62% af tekjum sama tímabils á árinu 2019 á föstu gengi. Meðalútgjöld á hvern ferðamann jukust töluvert í kjölfar faraldursins en dregið hefur úr þeim áhrifum eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað og á fjórða ársfjórðungi voru meðalútgjöld þeirra um fimmtungi hærri en þau voru að jafnaði áður en faraldurinn hófst. Önnur útflutt þjónusta hélt aftur á móti áfram að dragast saman á fjórðungnum og nam samdrátturinn 9,2% á árinu í heild sem má einkum rekja til um fjórð- ungs samdráttar í útflutningi tengdum afnotatekjum af hugverkum lyfjafyrirtækja auk tæplega þriðjungs samdráttar rannsókna- og þróunarþjónustu. Frávikið frá spá bankans í febrúar um vöxt útflutnings mátti að mestu leyti rekja til þess að búist var við minni samdrætti þessara liða. Uppsafnaður halli ríkissjóðs áranna 2021-2026 í Fjármálaáætlun Heimildir: Fjármálaáætlun 2022-2026, Fjármálaáætlun 2023-2027. Fjármálaáætlun 2023-2027 Fjármálaáætlun 2022-2026 % af VLF Mynd III-12 0 5 10 15 20 25 30 202620252024202320222021 Útflutningur vöru og þjónustu1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2021 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Útflutningur alls Þjónusta Vísitala, 2010 = 100 Mynd III-13 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.