Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 44

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 44
PENINGAMÁL 2022 / 2 44 Tafla 1 Hagvaxtarauki kjarasamninga Ársbreyting VLF Launaauki á Launaauki á á mann kauptaxta (kr.) mánaðarlaun (kr.) 1,00-1,50% 3.000 2.250 1,51-2,00% 5.500 4.125 2,01-2,50% 8.000 6.000 2,51-3,00% 10.500 7.875 Umfram 3% 13.000 9.750 Heimildir: Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. ákveðið viðmið eins og sýnt er í töflu 1 (sjá nánari umfjöllun í rammagrein 4 í Peningamálum 2019/2). Samkvæmt áætlun Hagstofunnar frá því í febrúar sl. dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,6% árið 2020. Hún jókst hins vegar á ný um liðlega 2,5% í fyrra og miðað við grunnspá bankans er útlit fyrir 2,6% vöxt í ár (mynd 3). Það felur því í sér að hagvaxtarákvæðið virkjast í ár og á næsta ári þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann í fyrra hafi enn verið ríflega 6% undir því sem hún var að meðaltali á samningsár- inu 2019 og verði enn tæplega 4% undir því stigi í ár. Efnahagsleg áhrif hagvaxtarauka Til að leggja mat á áhrif hagvaxtaraukans á þjóðarbúskapinn er notast við heildarjafnvægislíkan bankans, DYNIMO.5 Með því er hægt að skoða heildaráhrif þessara launahækkana á verðbólgu og heildareftirspurn, þ.m.t. eftirspurn eftir vinnu- afli. Miðað við áætlun Hagstofunnar um hagvöxt á mann í fyrra og hagvaxtarákvæði samninganna í töflu 1 sést að næst efsta þrep hagvaxtaraukans virkjast í ár og það sama gerist á næsta ári miðað við spá bankans um hagvöxt á mann í ár. Samkvæmt ákvæðum samninganna er launaaukinn greiddur í maí í ár og á næsta ári og er gert ráð fyrir að ákvæðið nái einnig til opinberra starfsmanna. Þetta samsvarar því að ársmeðaltal almennra launa hækki um 1 prósentu til viðbótar í ár vegna hagvaxtaraukans og um 1½ prósentu á næsta ári (mynd 4a). Yfir spátímann nemur heildarhækkun launa vegna hagvaxtaraukans tæplega 3 prósentum. Hraðari hækkun launa eykur jaðarkostnað fyrirtækja sem leiðir til hækkunar á afurðaverði þeirra nema þau gangi á hagnaðarhlutdeild sína eða hagræði í rekstri á móti, m.a. með því að draga úr vinnuaflseftirspurn með styttingu vinnutíma eða fækkun starfsfólks. Eins og sést á mynd 4b veldur hærri launakostnaður vegna hagvaxtaraukans því að heildarvinnustundum fjölgar um 1 prósentu hægar í ár en 5. Sjá Stefán Þórarinsson (2020), „DYNIMO – Version III. A DSGE model of the Icelandic Economy“, Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 84. Stutta umfjöllun um helstu eiginleika líkansins og samanburð við hitt þjóðhagslíkan bankans, QMM, er að finna í rammagrein 2 í Peninga- málum 2021/4. Landsframleiðsla á mann 2018-20241 1. Keðjutengt verðmæti vergrar landsframleiðslu á meðalfjölda íbúa ársins. Meðalfjöldi íbúa ársins er áætlaður sem meðaltal íbúafjölda í upphafi viðkomandi árs og í upphafi þess næsta. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 3 Breyting frá fyrra ári (v. ás) Vísitala (h. ás) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 90 92 94 96 98 100 102 104 2024202320222021202020192018 Vísitala, 2019 = 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.