Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 23
PENINGAMÁL 2022 / 2 23
og slæms veðurfars og endurspeglast það í tölum um
umferð sem var minni á fyrstu þremur mánuðum þessa
árs en á sama tíma í fyrra. Lítill vöxtur var jafnframt
í veltu greiðslukorta innanlands en þess í stað hefur
vöxtur í greiðslukortaveltu í heild verið keyrður áfram af
kröftugri aukningu í kortaveltu Íslendinga erlendis (mynd
III-3). Þessi þróun rímar við tölur frá Rannsóknarsetri
verslunarinnar þar sem mikil aukning hefur verið í korta-
veltu hjá ferðaskrifstofum en einnig við vísitölu Gallup
um fyrirhugaðar utanlandsferðir. Nýskráningar bifreiða
(án bílaleigna) benda einnig til aukinna neysluútgjalda
en nýskráningum fjölgaði um tæp 16% á fyrstu tveimur
mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Heimilin
virðast hins vegar ekki jafn bjartsýn og þau voru í
fyrrahaust þótt þau séu enn töluvert bjartsýnni en þau
voru seint á árinu 2020. Grunnspá bankans gerir því ráð
fyrir að einkaneysla hafi aukist um 3,8% milli ára á fyrsta
fjórðungi sem er 0,4 prósentum meiri vöxtur en spáð var
í febrúar enda var slakað hraðar á sóttvarnaraðgerðum
en þá var áætlað.
… og horfur fyrir árið í heild hafa versnað frá því í
febrúar
Horfur um vöxt einkaneyslu í ár hafa heldur versnað frá
febrúarspá bankans. Stríðsátökin í Evrópu gætu aukið
varkárni heimila í útgjaldaákvörðunum þar sem mikil
aukning verðbólgu dregur úr kaupmætti þeirra. Sterk
staða flestra heimila og hátt sparnaðarstig vega þó á
móti. Þessu til viðbótar eru áhrifin á framfærslukostnað
heimila vegna hækkunar orkuverðs minni hér á landi en
á meginlandi Evrópu þar sem vatnsafl og jarðvarmi er
notað hér til húshitunar fremur en olía og jarðgas (sjá
rammagrein 2).
Samkvæmt grunnspá bankans er gert ráð fyrir að
vöxtur einkaneyslu verði 3,1% í ár sem er 0,4 prósentum
minni vöxtur en spáð var í febrúar (mynd III-4). Þar veg-
ast á kröftugri vöxtur á fyrsta fjórðungi og lakari horfur
það sem eftir lifir ársins. Þá bætast við grunnáhrif vegna
meiri vaxtar einkaneyslu í fyrra. Horfur fyrir næstu tvö ár
eru einnig heldur lakari en talið var í febrúar: spáð er 3%
vexti á næsta ári og 2,7% árið 2024.
Kröftugur vöxtur atvinnuvegafjárfestingar í fyrra ...
Fjárfesting atvinnuveganna jókst um 23,1% á síðasta ári
eftir að hafa dregist saman á milli ára þrjú ár þar á undan.
Almenn atvinnuvegafjárfesting (þ.e. atvinnuvegafjár-
festing utan stóriðju, skipa og flugvéla) jókst um 19,7%
en framlag fjárfestingar í skipum og flugvélum var einnig
mikið (mynd III-5). Ársvöxturinn náði hámarki á öðrum
fjórðungi ársins þegar mikið var flutt inn af flugvélum
en á seinni hluta ársins jókst framlag almennrar atvinnu-
Einkaneysla og vísbendingar1
1. ársfj. 2015 - 1. ársfj. 2022
1. Væntingavísitala Gallup er árstíðarleiðrétt. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2022
fyrir einkaneyslu.
Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Einkaneysla (v. ás)
Greiðslukortavelta alls (v. ás)
Innlend greiðslukortavelta (v. ás)
Væntingavísitala Gallup (h. ás)
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-3
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
25
0
20
40
60
80
100
120
140
160
2021202020192018201720162015
Vísitala
Einkaneysla 2015-20241
1. Grunnspá Seðlabankans 2021-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-4
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
2024202320222021202020192018201720162015
Fjármunamyndun atvinnuvega og framlag undirliða
1. ársfj. 2017 - 4. ársfj. 2021
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Almennir atvinnuvegir
Stóriðja
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-5
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
50
20212020201920182017
Skip og flugvélar
Alls