Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 38

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 38
PENINGAMÁL 2022 / 2 38 Þótt innflutt verðbólga hafi aukist hafa áhrif fram- boðshnökra og aukinnar alþjóðlegrar verðbólgu komið hægar fram í innlendu verðlagi en búist hafði verið við. Að því leyti virðast áhrifin ólík því sem gerðist snemma árs 2020 þegar gengi krónunnar lækkaði í kjölfar þess að COVID-19-farsóttin barst til landsins en þá jókst innflutt verðbólga mjög á skömmum tíma (myndir V-6 og V-7). Að einhverju leyti kann það að endurspegla að áhrif hækkunar innflutningsverðs á verðákvarðanir fyrirtækja geta verið ólík eftir því hvort þær megi rekja til geng- islækkunar eða hækkunar á erlendu vöruverði. Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif þvert á innfluttar vörur en framboðshnökrar og verðhækkanir á heimsmarkaði beinast fremur að tilteknum vörum. Einnig getur tekið tíma fyrir áhrif hækkunar flutningskostnaðar að koma fram í verðlagi og vera má að fyrirtæki meti sem svo að alþjóðlegar verðhækkanir séu tímabundnar og séu því tregari til að velta þeim út í verðlag.1 Verð á þjónustu hækkar áfram Verð á almennri þjónustu hækkaði nokkuð er leið á síðasta ár en hægt hafði á verðhækkunum á fyrsta árs- fjórðungi. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu hins vegar skarpt í apríl enda hefur olíuverð hækkað og ferðavilji aukist töluvert að undanförnu. Verð almennrar þjónustu hefur hækkað um 5,7% milli ára sem er nokkru meiri árshækkun en var í lok síðasta árs. Stjórnendur fyrirtækja búast við frekari verðhækkunum Niðurstöður vorkönnunar Gallup á væntingum stjórn- enda fyrirtækja benda til þess að mikil hætta sé á að aukinn kostnaðarþrýstingur haldi áfram að skila sér út í verðlag. Um 70% stjórnenda búast við því að verð á eigin vöru og þjónustu hækki á næstu sex mánuðum og um 90% þeirra búast við hækkun aðfangaverðs og er það veruleg fjölgun frá haustkönnuninni. Í ljósi þess að könnunin var framkvæmd að hluta til eftir að innrásin hófst í Úkraínu koma niðurstöðurnar ekki alfarið á óvart. Væntingar fyrirtækja endurspegla þó líklega einnig mikla hækkun launakostnaðar að undanförnu. Laun hafa hækkað töluvert Þróun launavísitölunnar og vísitölu heildarlauna hefur verið nokkuð áþekk undanfarið og hækkuðu báðar vísitölur um 8,3% að meðaltali í fyrra (mynd V-8). Á fyrsta fjórðungi ársins hækkaði launavísitalan um 7,2% milli ára en frá því í mars 2019, áður en kjarasamningar á almennum markaði tóku gildi, hefur vísitalan hækkað 1. Sjá t.d. Carrière-Swallow o.fl. (2022), „Shipping costs and inflation“, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF Working Paper nr. 2022/061. Verð innlendrar og innfluttrar vöru Janúar 2019 - apríl 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Búvörur og grænmeti Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur Aðrar innlendar vörur Innfluttar mat- og drykkjarvörur Nýir bílar og varahlutir Aðrar innfluttar vörur (án eldsneytis) 12 mánaða breyting (%) Mynd V-6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 20222021202020192022202120202019 Innlendar vörur Innfluttar vörur 20 120 020 920 12020201 ‘22 ‘22 Verðhækkun innfluttrar mat- og drykkjarvöru á ólíkum tímabilum1 1. Árshækkun verðs innfluttrar mat- og drykkjarvöru í VNV í kjölfar gengislækkunar krónu eftir að COVID-19 hófst (uppphafsmæling er febrúar 2020) og í kjölfar þess að alþjóðleg verðbólga tók að aukast hratt (upphafsmæling ágúst 2021). Heimild: Hagstofa Íslands. Í kjölfar gengislækkunar krónu Í kjölfar aukinnar alþjóðlegrar verðbólgu 12 mánaða breyting (%) Mynd V-7 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 109876543210 Fjöldi mánaða Laun 1. ársfj. 2015 - 1. ársfj. 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Launavísitala Vísitala heildarlauna Breyting frá fyrra ári (%) Mynd V-8 0 2 4 6 8 10 12 14 2021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.