Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 9
PENINGAMÁL 2022 / 2 9
Áhrifin verða einna mest í þeim löndum Evrópu sem
reiða sig í miklum mæli á orkuinnflutning frá Rússlandi,
einkum á jarðgasi. Hækkun orkuverðs og skert framboð
á orku kann einnig að leiða til framleiðsluskerðingar hjá
fyrirtækjum, einkum í orkufrekum iðnaði. Til viðbótar
hafa væntingar heimila til efnahagshorfa dalað og fjár-
málaleg skilyrði versnað. Á móti vegur hins vegar mikill
uppsafnaður sparnaður sem heimili hafa byggt upp á
undanförnum tveimur árum. Víða hafa stjórnvöld einnig
aukið opinbera fjárfestingu, m.a. til varnarmála, og gripið
til mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum hækkandi
orkuverðs á ráðstöfunartekjur heimila. Fyrir ríki sem flytja
út hrávöru vegur hækkun eigin útflutningsverðs jafn-
framt á móti neikvæðum áhrifum sem hækkun innflutn-
ingsverðs hefur í för með sér fyrir innlenda eftirspurn.
Horfur á minni heimshagvexti í ár og á næsta ári ...
Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var um
miðjan apríl er gert ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum
verði 3,6% í ár. Það er 0,8 prósentum minni hagvöxtur
en sjóðurinn spáði í janúar sl. Skýrist það að mestu leyti
af áhrifum sem stríðsátökin í Úkraínu og refsiaðgerðir
gegn Rússlandi hafa í för með sér fyrir heimsbúskapinn.
Sjóðurinn hefur fært niður hagvaxtarspá sína í þróuðum
ríkjum heims um 0,6 prósentur í ár og um 1 prósentu í
nýmarkaðs- og þróunarríkjum. Þá er einnig spáð 3,6%
heimshagvexti á næsta ári sem er 0,2 prósentum minna
en í janúarspánni. Horfur um alþjóðaviðskipti hafa einnig
versnað að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
... og er spáð minni hagvexti í helstu viðskiptalöndum
Íslands
Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir 3,1% hagvexti
í helstu viðskiptalöndum Íslands í ár (mynd I-5). Það er
0,9 prósentum minni hagvöxtur en spáð var í febrúar
og skýrist fyrst og fremst af neikvæðum áhrifum stríðs-
átakanna. Hagvaxtarhorfur hafa versnað í öllum helstu
viðskiptalöndum en einkum á evrusvæðinu. Horfur fyrir
næsta ár hafa einnig versnað og er nú gert ráð fyrir 2,3%
hagvexti í viðskiptalöndunum í stað 2,5% í febrúar-
spánni. Horfur um innflutning viðskiptalanda hafa einnig
versnað í takt við verri hagvaxtarhorfur.
Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur er hins
vegar mikil. Efnahagsframvindan ræðst að miklu leyti af
því hversu langvarandi stríðsátökin verða og hvort gripið
verði til enn frekari viðskiptaþvingana gagnvart Rússum.
Horfurnar gætu versnað enn frekar dragist stríðið á
langinn eða ef veruleg skerðing verður á orkuinnflutn-
ingi til Evrópu. Þá ræðst þróunin einnig að miklu leyti
af framvindu heimsfaraldursins og hversu hratt tekst að
vinda ofan af þrálátum framleiðsluhnökrum.
Hagvöxtur í viðskiptalöndum Íslands
og framlag einstakra landa 2016-20241
1. Viðskiptavegið framlag einstakra landa. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brota-
lína sýnir spá frá PM 2022/1. Norðurlöndin eru meðaltal Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar.
Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands.
Bandaríkin
Evrusvæðið
Önnur lönd
Helstu viðskiptalönd
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd I-5
-6
-4
-2
0
2
4
6
202420232022202120202019201820172016
Bretland
Norðurlönd
Alþjóðleg verðbólga
Janúar 2018 - apríl 2022
Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands.
Bandaríkin
Evrusvæðið
Bretland
Viðskiptalönd Íslands
12 mánaða breyting (%)
Mynd I-6
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
2021202020192018 2022