Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 43
PENINGAMÁL 2022 / 2 43
… og langt umfram framleiðnivöxt …
Hækkun launa hér á landi er einnig töluvert umfram það
sem raunhæft er að vænta að framleiðni vinnuafls vaxi að
jafnaði um á ári. Eins og sést á mynd 2 hefur framleiðni
vinnuafls aukist um 11/5-1½% á ári að meðaltali undanfarinn
áratug eftir því hvort miðað er við verga landsframleiðslu á
vinnustund út frá vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eða
vergar þáttatekjur á vinnustund út frá vinnumagnsmælingu
þjóðhagsreikninga.2 Á þessu sama tímabili hafa nafnlaun að
jafnaði hækkað um 6½-7% á ári eftir því hvort miðað er við
launavísitöluna eða vísitölu heildarlauna sem mælir öll laun á
vinnustund en ekki einungis regluleg laun sem launavísitalan
mælir (sjá rammagrein 4 í Peningamálum 2018/4).
… sem hefur skapað þrýsting á eftirspurn og verðbólgu
Til lengri tíma hækka nafnlaun að jafnaði í takt við verðbólgu
og framleiðnivöxt. Hækkun nafnlauna umfram framleiðni-
vöxt á undanförnum áratugum hefur því skapað þrýsting á
eftirspurn og verðbólgu enda hafa þau að jafnaði hækkað
um 2½-3½ prósentu meira á ári en það sem samræmist
2½% verðbólgumarkmiði Seðlabankans og þeim 11/5-1½%
framleiðnivexti sem mælst hefur á tímabilinu.3
Eins og sést á mynd 2 hefur verðbólga miðað við
vísitölu neysluverðs verið um 2,9% á ári að meðaltali undan-
farinn áratug. Miðað við verðvísitölu vergrar landsframleiðslu
er hún heldur meiri eða 3,5%. Verðbólga hefur því verið
tiltölulega hófleg á þessu tíu ára tímabili þótt laun hafi
hækkað töluvert umfram framleiðnivöxt. Þar vegur ríflega
14% viðskiptakjarabati á árunum 2014-2017 þungt. Einnig
hefur þurft að beita nokkru aðhaldi í peningastefnunni til
að vega á móti þessum undirliggjandi verðbólguþrýstingi.
Endurspeglast það í því að meginvextir Seðlabankans voru
yfir hlutlausum vöxtum bankans stóran hluta tímabilsins.
Lækkun langtímaverðbólguvæntinga og bætt kjölfesta þeirra
í verðbólgumarkmiðinu vó jafnframt á móti.4
Hagvaxtarauki kjarasamninga
Kjarasamningar frá því í apríl 2019 fólu í sér nokkra hækkun
launa á samningstímanum. Til viðbótar kváðu þeir á um við-
bótarhækkanir launa ef hagvöxtur á mann árið áður færi yfir
2. Seinni framleiðnimælikvarðinn nær einungis aftur til ársins 2008. Hér
er því miðað við undanfarinn áratug, þ.e. tímabilið 2012-2021 en það
samsvarar u.þ.b. einni hagsveiflu sem spannar efnahagsbatann í kjölfar
fjármálakreppunnar og samdráttarskeiðið í kjölfar heimsfaraldursins.
Sé miðað við allt tímabilið frá árinu 2008 mælist árlegur framleiðni-
vöxtur 1,7% að meðaltali í stað 1,6% í mynd 2.
3. Þá eru vísbendingar um að langtímaframleiðnivöxtur hafi hjaðnað hér
undanfarin ár í um 1% eins og í öðrum þróuðum ríkjum (sjá ramma-
grein 3 í Peningamálum 2021/2).
4. Sjá t.d. Þórarinn G. Pétursson (2022), „Long-term inflation expecta-
tions and inflation dynamics“, International Journal of Finance and
Economics, 27, 158-174.
Þróun launa, verðlags og framleiðni undanfarinn áratug1
1. Myndin sýnir meðalárshækkun sl. 10 ár (2012-2021) fyrir laun (launavísitölu og
vísitölu heildarlauna), verðlag (vísitölu neysluverðs og verðvísitölu VLF) og framleiðni
vinnuafls (VLF á vinnustund út frá vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar, VMK, og
vergar þáttatekjur, VÞT á vinnustund út frá vinnumagni þjóðhagsreikninga, ÞHR).
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
Mynd 2
0
1
2
3
4
5
6
7
8
VÞT á
vinnu-
magn
ÞHR
VLF á
vinnu-
stund
VMK
Verð-
vísitala
VLF
VNVVísitala
heildar-
launa
Launa-
vísitala
Nafnlaun Verðlag Framleiðni vinnuafls