Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 26

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 26
PENINGAMÁL 2022 / 2 26 en á undanförnum árum. Í spánni er búist við að vöxtur samneyslu verði milli 1½-2% á ári á sama tíma og að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Gangi þetta eftir verður hlutdeild samneyslu og fjárfestingar hins opinbera í landsframleiðslunni nálægt 30% við lok spátímans sem þó er mun hærra en meðaltal síðasta aldarfjórðungs. Verulega dregur úr hallarekstri ríkissjóðs í ár þegar mótvægisaðgerðir renna sitt skeið Halli á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári nam 8,2% af lands- framleiðslu sem er álíka mikill halli og árið 2020 (mynd III-10). Auk áhrifa efnahagssamdráttarins í kjölfar far- sóttarinnar vógu mótvægisaðgerðir stjórnvalda þungt í hallarekstrinum. Í grunnspá bankans er áætlað að halli ríkissjóðs verði 4,7% af landsframleiðslu í ár og má rekja afkomu- bata frá fyrra ári til þess að verulega dregur úr mót- vægisaðgerðum tengdum farsóttinni auk þess sem tekju- stofnar ríkissjóðs halda áfram að styrkjast samhliða vaxandi efnahagsumsvifum. Þessu til viðbótar er í ár búist við mikilli aukningu arðgreiðslna frá fyrirtækjum í eigu ríkissjóðs. Á móti þessu kemur útgjaldaaukning fjárlaga, endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins „Allir vinna“ auk annarra minni breytinga á tekjuhlið ríkisfjármálanna í fjárlögum sem samanlagt má ætla að auki halla ríkissjóðs um ríflega ½% af landsframleiðslu. Mikill viðsnúningur í aðhaldsstigi ríkisfjármála Á sama tíma og áhrifa farsóttarinnar og sóttvarnar- aðgerða hefur gætt hefur ríkisfjármálum verið beitt til þess að styðja við heimili og fyrirtæki. Á síðustu tveimur árum er áætlað að stuðningur ríkisfjármálanna mældur í breytingu hagsveifluleiðréttrar afkomu hafi samtals numið tæplega 6% af landsframleiðslu sem að miklu leyti má rekja til tímabundinna mótvægisaðgerða vegna farsóttarinnar (sjá Peningamál 2021/2 og 2021/4). Í ár rennur stór hluti mótvægisaðgerðanna sitt skeið eins og fyrr segir. Aðhaldsstig ríkisfjármálanna eykst fyrir vikið og nemur sú aukning rúmlega 3% af landsframleiðslu (mynd III-11). Á næstu tveimur árum er áætlað að tekjur ríkissjóðs vaxi í takt við landsframleiðsluna og þróun undirliggjandi tekjustofna. Samhliða því að þjóðarbúið vinnur sig úr þeim aðstæðum sem farsóttin skapaði minnkar þrýsting- ur á útgjöld hins opinbera. Í grunnspánni er því gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs lækki lítillega í hlutfalli við landsframleiðslu á næstu árum. Aðhald í rekstri ríkissjóðs heldur því áfram að aukast á næstu tveimur árum en þó minna en í ár. Afkoma ríkissjóðs 2010-20221 1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heildarjöfnuður % af VLF Mynd III-10 Leiðréttur frumjöfnuður -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Breyting á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2018-20241 1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd III-11 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 2024202320222021202020192018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.