Peningamál - 04.05.2022, Side 26

Peningamál - 04.05.2022, Side 26
PENINGAMÁL 2022 / 2 26 en á undanförnum árum. Í spánni er búist við að vöxtur samneyslu verði milli 1½-2% á ári á sama tíma og að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Gangi þetta eftir verður hlutdeild samneyslu og fjárfestingar hins opinbera í landsframleiðslunni nálægt 30% við lok spátímans sem þó er mun hærra en meðaltal síðasta aldarfjórðungs. Verulega dregur úr hallarekstri ríkissjóðs í ár þegar mótvægisaðgerðir renna sitt skeið Halli á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári nam 8,2% af lands- framleiðslu sem er álíka mikill halli og árið 2020 (mynd III-10). Auk áhrifa efnahagssamdráttarins í kjölfar far- sóttarinnar vógu mótvægisaðgerðir stjórnvalda þungt í hallarekstrinum. Í grunnspá bankans er áætlað að halli ríkissjóðs verði 4,7% af landsframleiðslu í ár og má rekja afkomu- bata frá fyrra ári til þess að verulega dregur úr mót- vægisaðgerðum tengdum farsóttinni auk þess sem tekju- stofnar ríkissjóðs halda áfram að styrkjast samhliða vaxandi efnahagsumsvifum. Þessu til viðbótar er í ár búist við mikilli aukningu arðgreiðslna frá fyrirtækjum í eigu ríkissjóðs. Á móti þessu kemur útgjaldaaukning fjárlaga, endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins „Allir vinna“ auk annarra minni breytinga á tekjuhlið ríkisfjármálanna í fjárlögum sem samanlagt má ætla að auki halla ríkissjóðs um ríflega ½% af landsframleiðslu. Mikill viðsnúningur í aðhaldsstigi ríkisfjármála Á sama tíma og áhrifa farsóttarinnar og sóttvarnar- aðgerða hefur gætt hefur ríkisfjármálum verið beitt til þess að styðja við heimili og fyrirtæki. Á síðustu tveimur árum er áætlað að stuðningur ríkisfjármálanna mældur í breytingu hagsveifluleiðréttrar afkomu hafi samtals numið tæplega 6% af landsframleiðslu sem að miklu leyti má rekja til tímabundinna mótvægisaðgerða vegna farsóttarinnar (sjá Peningamál 2021/2 og 2021/4). Í ár rennur stór hluti mótvægisaðgerðanna sitt skeið eins og fyrr segir. Aðhaldsstig ríkisfjármálanna eykst fyrir vikið og nemur sú aukning rúmlega 3% af landsframleiðslu (mynd III-11). Á næstu tveimur árum er áætlað að tekjur ríkissjóðs vaxi í takt við landsframleiðsluna og þróun undirliggjandi tekjustofna. Samhliða því að þjóðarbúið vinnur sig úr þeim aðstæðum sem farsóttin skapaði minnkar þrýsting- ur á útgjöld hins opinbera. Í grunnspánni er því gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs lækki lítillega í hlutfalli við landsframleiðslu á næstu árum. Aðhald í rekstri ríkissjóðs heldur því áfram að aukast á næstu tveimur árum en þó minna en í ár. Afkoma ríkissjóðs 2010-20221 1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heildarjöfnuður % af VLF Mynd III-10 Leiðréttur frumjöfnuður -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Breyting á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2018-20241 1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd III-11 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 2024202320222021202020192018

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.