Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 34

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 34
PENINGAMÁL 2022 / 2 34 vildu og þeirra sem teljast ekki á vinnumarkaði en gætu bæst við vinnuaflið með litlum fyrirvara. Skráð atvinnu- leysi var 4,6% á fyrsta fjórðungi að teknu tilliti til árstíðar. Það hefur lækkað um liðlega 6 prósentur milli ára og er nú orðið svipað og það var á fyrsta ársfjórðungi 2020. Draga tók úr langtímaatvinnuleysi þegar stjórnvöld komu á sérstökum ráðningarstyrkjum í apríl í fyrra. Þótt stór hluti þeirra styrkja hafi runnið sitt skeið undir lok síðasta árs er ekki að sjá að það hafi dregið úr hjöðnun atvinnuleysis. Langtímaatvinnuleysi náði hámarki í 3,4% af vinnuaflinu í apríl 2021 en var komið niður í 1,7% í mars sl. Það er þó enn nokkuð hátt í sögulegu samhengi en á árunum 2013-2019 var það 0,7% að meðaltali. Til samanburðar varð það mest 2,8% í kjölfar fjár- málakreppunnar fyrir ríflega áratug en það var töluvert þrálátara þá en nú og var yfir 2% fram á mitt ár 2012. Eftirspurn eftir vinnuafli áfram mikil … Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum vorkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins vilja 39% stjórnenda fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en aðeins 9% vilja fækka því. Munurinn er því 30 prósentur og hefur verið svipaður undanfarnar fjórar kannanir. Þá voru 5.400 laus störf á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt fyrirtækjakönnun Hagstofunnar (mynd IV-3). Lausum störfum fækkaði milli ársfjórðunga en voru þó fleiri en á sama tíma fyrir ári. Þeim hefur einnig fjölgað töluvert frá því sem þau voru fyrir farsóttina. … og aðflutningur vinnuafls eykst enn Íbúum landsins fjölgaði um 2% milli ára á fyrsta fjórð- ungi ársins og hefur vöxturinn sótt í sig veðrið frá miðju ári í fyrra (mynd IV-4). Liðlega helming fjölgunarinnar má rekja til fjölgunar erlendra ríkisborgara en lægst fór framlag þeirra í 0,1 prósentu í faraldrinum. Útlit er fyrir að erlendum ríkisborgurum fjölgi áfram samhliða bata í þjóðarbúskapnum og vaxandi skorti á starfsfólki. Horfur á áframhaldandi hjöðnun atvinnuleysis Eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mikil undanfarið og atvinnuleysi hefur haldið áfram að hjaðna og er nú undir því stigi sem talið er samræmast jafnvægi á vinnumark- aði. Áætlað er að heildarvinnustundum fjölgi um 5½% í ár sem er heldur meiri fjölgun en spáð var í febrúar. Störfum fjölgar einnig hraðar en áður var spáð og því minnkar atvinnuleysi hraðar þótt langtímahorfur hafi lítið breyst. Talið er að það verði 4,3% að meðaltali í ár sam- kvæmt VMK og hjaðni áfram lítillega á næstu tveimur árum. Skráð atvinnuleysi hjaðnar hins vegar hraðar og er áætlað að það verði komið í 3,6% í lok spátímans. Laus störf 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2021 Heimild: Hagstofa Íslands. Laus störf (v. ás) Hlutfall lausra starfa (h. ás) Þúsundir starfa Mynd IV-3 0 2 4 6 8 10 0 2 4 6 8 10 20212019 % 2020 Mannfjöldi 1. ársfj. 2011 - 1. ársfj. 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Fæddir umfram látna Aðfluttir umfram brottflutta - Íslenskir ríkisborgarar Aðfluttir umfram brottflutta - Erlendir ríkisborgarar Mannfjöldi Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-4 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2021 Atvinnuleysi 2015-20241 1. Atvinnuleysi miðað við vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar án hlutabóta (VMST). Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalínur sýna spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. VMK VMST % af mannafla Mynd IV-5 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2024202320222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.