Peningamál - 04.05.2022, Side 34

Peningamál - 04.05.2022, Side 34
PENINGAMÁL 2022 / 2 34 vildu og þeirra sem teljast ekki á vinnumarkaði en gætu bæst við vinnuaflið með litlum fyrirvara. Skráð atvinnu- leysi var 4,6% á fyrsta fjórðungi að teknu tilliti til árstíðar. Það hefur lækkað um liðlega 6 prósentur milli ára og er nú orðið svipað og það var á fyrsta ársfjórðungi 2020. Draga tók úr langtímaatvinnuleysi þegar stjórnvöld komu á sérstökum ráðningarstyrkjum í apríl í fyrra. Þótt stór hluti þeirra styrkja hafi runnið sitt skeið undir lok síðasta árs er ekki að sjá að það hafi dregið úr hjöðnun atvinnuleysis. Langtímaatvinnuleysi náði hámarki í 3,4% af vinnuaflinu í apríl 2021 en var komið niður í 1,7% í mars sl. Það er þó enn nokkuð hátt í sögulegu samhengi en á árunum 2013-2019 var það 0,7% að meðaltali. Til samanburðar varð það mest 2,8% í kjölfar fjár- málakreppunnar fyrir ríflega áratug en það var töluvert þrálátara þá en nú og var yfir 2% fram á mitt ár 2012. Eftirspurn eftir vinnuafli áfram mikil … Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum vorkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins vilja 39% stjórnenda fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en aðeins 9% vilja fækka því. Munurinn er því 30 prósentur og hefur verið svipaður undanfarnar fjórar kannanir. Þá voru 5.400 laus störf á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt fyrirtækjakönnun Hagstofunnar (mynd IV-3). Lausum störfum fækkaði milli ársfjórðunga en voru þó fleiri en á sama tíma fyrir ári. Þeim hefur einnig fjölgað töluvert frá því sem þau voru fyrir farsóttina. … og aðflutningur vinnuafls eykst enn Íbúum landsins fjölgaði um 2% milli ára á fyrsta fjórð- ungi ársins og hefur vöxturinn sótt í sig veðrið frá miðju ári í fyrra (mynd IV-4). Liðlega helming fjölgunarinnar má rekja til fjölgunar erlendra ríkisborgara en lægst fór framlag þeirra í 0,1 prósentu í faraldrinum. Útlit er fyrir að erlendum ríkisborgurum fjölgi áfram samhliða bata í þjóðarbúskapnum og vaxandi skorti á starfsfólki. Horfur á áframhaldandi hjöðnun atvinnuleysis Eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mikil undanfarið og atvinnuleysi hefur haldið áfram að hjaðna og er nú undir því stigi sem talið er samræmast jafnvægi á vinnumark- aði. Áætlað er að heildarvinnustundum fjölgi um 5½% í ár sem er heldur meiri fjölgun en spáð var í febrúar. Störfum fjölgar einnig hraðar en áður var spáð og því minnkar atvinnuleysi hraðar þótt langtímahorfur hafi lítið breyst. Talið er að það verði 4,3% að meðaltali í ár sam- kvæmt VMK og hjaðni áfram lítillega á næstu tveimur árum. Skráð atvinnuleysi hjaðnar hins vegar hraðar og er áætlað að það verði komið í 3,6% í lok spátímans. Laus störf 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2021 Heimild: Hagstofa Íslands. Laus störf (v. ás) Hlutfall lausra starfa (h. ás) Þúsundir starfa Mynd IV-3 0 2 4 6 8 10 0 2 4 6 8 10 20212019 % 2020 Mannfjöldi 1. ársfj. 2011 - 1. ársfj. 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Fæddir umfram látna Aðfluttir umfram brottflutta - Íslenskir ríkisborgarar Aðfluttir umfram brottflutta - Erlendir ríkisborgarar Mannfjöldi Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-4 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2021 Atvinnuleysi 2015-20241 1. Atvinnuleysi miðað við vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar án hlutabóta (VMST). Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalínur sýna spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. VMK VMST % af mannafla Mynd IV-5 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2024202320222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.