Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 47

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 47
PENINGAMÁL 2022 / 2 47 eftirspurnar undanfarið ár. Álagið á framleiðslukeðjur virðist hafa náð hámarki í lok síðasta árs en fjölgun smita í Kína og hörð sóttvarnarviðbrögð þar í landi kunna þó að hafa valdið bakslagi í úrlausn þessara framleiðsluhnökra (mynd 5). Þá hafa stríðsátökin í Úkraínu og viðskiptabann á Rússland valdið uppnámi á hrávörumörkuðum sem gæti haft áhrif á fjölda alþjóðlegra aðfangakeðja. Mikil óvissa um verðbólguhorfur og hætta á vanspá hefur aukist Þróun ofangreindra þátta hefur áhrif á þróun efnahagsum- svifa og verðbólgu í spá bankans. Hrávöruverð gæti t.d. hækkað enn meira og alþjóðleg verðbólga reynst meiri og þrálátari en gert er ráð fyrir. Innlendur verðbólguþrýsting- ur yrði þar af leiðandi meiri, eins og lýst er í fráviksdæmi í rammagrein 1 í Peningamálum 2021/4. Við bætist óvissa um framvindu kjaraviðræðna næsta vetur en verði samið um enn meiri launahækkanir en grunn- spáin gerir ráð fyrir felur það óhjákvæmilega í sér að innlend- ur verðbólguþrýstingur verður meiri en gert er ráð fyrir. Þá er eins og alltaf óvissa um hvernig gengi krónunnar þróast á spátímanum. Verði viðskiptakjör lakari og halli á viðskipta- jöfnuði meiri gæti forsenda grunnspárinnar um þróun gengis krónunnar reynst of bjartsýn. Hraðari bati útflutnings og aukinn vaxtamunur gagnvart útlöndum gætu hins vegar leitt til hærra gengis en grunnspáin gerir ráð fyrir. Eins og fjallað hefur verið um í fyrri heftum Peningamála hefur verið óvenju erfitt að leggja mat á framleiðslugetu þjóðarbúsins í kjölfar farsóttarinnar og þeirra framleiðslutrufl- ana og breytinga í hlutfallslegu verði sem henni hafa fylgt. Þá bætast við enn frekari framboðsáföll í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki er því útilokað að framleiðslugetan hafi beðið enn meiri hnekki en grunnspáin gerir ráð fyrir og að framleiðsluspennan sem tekin er að myndast í þjóðarbúinu, og þar með undirliggjandi verðbólguþrýstingur, sé því van- metin. Þá getur spennan aukist hraðar en gert er ráð fyrir ef heimilin ganga hraðar á þann mikla sparnað sem myndaðist í kjölfar farsóttarinnar (sjá fráviksdæmi í rammagrein 1 í Peningamálum 2021/4). Það sama á við ef slakað er hraðar á opinberum fjármálum en áætlað er í grunnspánni. Verðbólga hefur verið yfir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans í um tvö ár og yfir 4% síðan í ársbyrjun 2021. Samkvæmt grunnspá bankans mun hún vera yfir markmiði allan spátímann og yfir 4% fram á seinni hluta næsta árs. Svo mikil frávik frá markmiði skapa áraun fyrir kjölfestu verðbólguvæntinga við markmiðið og eykur hættuna á að kjölfestan veikist sem gæti valdið því að aukin verðbólga vegna tímabundinna framboðsáfalla festist í sessi. Gerist það gæti verðbólga reynst þrálátari en nú er gert ráð fyrir. Þá Álag á alþjóðlegar framleiðslukeðjur1 Janúar 2018 - febrúar 2022 1. Mat á framboðsáhrifum fjölda mælikvarða á flutningskostnaði og afhendingartíma á framleiðslukeðjur. Heimild: G. Benigno, o.fl. (2022), „Global suppply chain pressure index: March 2022 update“, Federal Reserve Bank of New York Liberty Street Economics. Frávik frá meðaltali 1997-2022 (fjöldi staðalfrávika) Mynd 5 -1 0 1 2 3 4 5 20222021202020192018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.