Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 52

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 52
PENINGAMÁL 2022 / 2 52 Alþjóðlegt hrávöruverð1 1. janúar 2015 - 29. apríl 2022 Mynd 4 1. Brent verð á hráolíu og álverð samkvæmt London Metal Exchange (LME). Heimild: Refinitiv Datastream. USD á tunnu Verð á olíu á heimsmarkaði 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15 Verð á jarðgasi í Evrópu EUR á megavattstund 0 50 100 150 200 250 Verð á áli á heimsmarkaði Þúsund USD á tonn 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 USD á skeppu Verð á hveiti á heimsmarkaði 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15 heimila og fyrirtækja. Þessi viðskiptakjararýrnun hefur nei- kvæð áhrif á efnahagsumsvif en fyrir hrávöruútflytjendur vegur verðhækkun útfluttra hrávara á móti. Viðskiptakjör gætu því batnað hjá sumum þeirra þótt á móti vegi neikvæð áhrif minni alþjóðlegrar eftirspurnar og aukinnar óvissu um efnahagshorfur í heiminum. Eins og sést á mynd 4 hækkaði verð hrávöru mikið í kjölfar innrásarinnar þótt hækkunin hafi að hluta gengið til baka. Þannig er olíuverð nú um 13% hærra en það var rétt fyrir innrásina og verð á jarðgasi í Evrópu liðlega 18% hærra en mest varð hækkun þess ríflega 150% rúmlega viku eftir innrásina. Verð á hveiti hefur einnig hækkað mjög og hefur hækkun þess einungis að litlu leyti gengið til baka. Haldist verð á hveiti áfram svo hátt gætu afleiðingarnar fyrir fátækari lönd heimsins orðið alvarlegar. Uppskerubrestur vegna viðvarandi skorts á áburði gæti jafnframt aukið enn frekar á vandann. Mikil hækkun á verði jarðgass mun þar að auki hafa áhrif á fjölda heimila og fyrirtækja í Evrópu sem reiða sig á innflutning þess frá Rússlandi. Þetta á sérstaklega við fjölda ríkja í Austur-Evrópu en einnig ríkja eins og Ítalíu og Þýskaland þar sem jarðgas frá Rússlandi vegur hátt í fimmtung af heildarorkunotkun þeirra. Fyrir ESB-ríkin í heild vegur innflutningur á jarðgasi frá Rússlandi samtals um 40% og þaðan kemur einnig um fjórðungur af olíuinnflutningi ríkjanna og um helmingur kolainnflutnings. Það hefði því víðtæk áhrif ef gripið yrði til frekari viðskiptaþvingana gagn- vart Rússum og orkuinnflutningur frá Rússlandi til Evrópu myndi skerðast eða stöðvast algerlega. Áhrifin á Rússland yrðu ekki minni enda fara yfir 70% af gasútflutningi Rússa til Evrópu, um helmingur af olíuútflutningi þeirra og þriðjungur af kolaútflutningi. Líklegt er að verð þessara orkugjafa muni hækka enn frekar og mögulega þyrfti að grípa til takmarkana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.