Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 7

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 7
PENINGAMÁL 2022 / 2 7 Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör I Alþjóðleg efnahagsmál Kröftugur efnahagsbati í fyrra þótt hægt hafi á hagvexti er nær dró áramótum Alþjóðlegur efnahagsbati tók kröftuglega við sér í fyrra eftir því sem bólusetningu við COVID-19 vatt fram og slakað var á sóttvarnaraðgerðum (mynd I-1). Hægja tók þó á hagvexti í helstu iðnríkjum er leið á árið. Skýrist það að hluta af vaxandi vandamálum tengdum framleiðslu- hnökrum vegna áhrifa farsóttarinnar á sama tíma og vörueftirspurn var kröftug. Þrálátur skortur myndaðist á mikilvægum aðföngum, vöruflutningar töfðust og vaxandi vandamál urðu við að fá fólk til starfa. Bakslag í baráttunni við farsóttina og hertar sóttvarnir hægðu einnig á vexti efnahagsumsvifa undir lok ársins. Til við- bótar komu neikvæð áhrif mikillar hækkunar orkuverðs frá sl. hausti. Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands mældist 5,6% í fyrra eftir 5% efnahagssamdrátt á árinu 2020. Framleiðslustigið í nær öllum viðskiptalöndum Íslands var orðið hærra undir lok síðasta árs en fyrir farsóttina. Batinn í fyrra drifinn áfram af viðsnúningi í innlendri eftirspurn Stóran hluta alþjóðlegs efnahagsbata í fyrra má rekja til viðsnúnings í einkaneyslu sem hafði dregist mikið saman árið á undan vegna áhrifa farsóttarinnar (mynd I-2). Kröftugur vöxtur mældist einnig í annarri innlendri eftirspurn í helstu iðnríkjum. Þá jókst útflutningur en á móti vó mikill vöxtur innflutnings samhliða batanum í innlendri eftirspurn. Framlag utanríkisviðskipta til hag- vaxtar var því ýmist lítið eða neikvætt. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Norðurlönd Viðskiptalönd Íslands Landsframleiðsla í kjölfar heimsfaraldurs1 3. ársfj. 2019 - 1. ársfj. 2022 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Norðurlönd eru meðaltal Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2022 fyrir viðskiptalönd Íslands. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 4. ársfj. 2019 = 100 Mynd I-1 75 80 85 90 95 100 105 202120202019 2022 Stærð og samsetning alþjóðlegs efnahagsbata 20211 1. Framlag annarrar innlendrar eftirspurnar er samtala framlags samneyslu, fjármuna- myndunar og birgðabreytingar, auk mögulegs skekkjuliðar þar sem samtala framlags undirliða þarf ekki að vera jöfn hagvexti vegna keðjutengingar þjóðhagsreikninga. Tölur fyrir Noreg eru án vinnslu og flutnings á olíu og gasi. Heimildir: Hagstofa Íslands, Noregsbanki, OECD. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-2 Einkaneysla Önnur innlend eftirspurn Utanríkisviðskipti Hagvöxtur -4 -2 0 2 4 6 8 10 JAPÞÝSFINDANNORKANSVÍSPÁBNAÍTAFRABRE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.