Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 20
PENINGAMÁL 2022 / 2 20
kjölfar hækkunar vaxta frá miðju síðasta ári dró heldur
úr umsvifum á markaðnum og er fjöldi kaupsamninga
á hverja 1.000 íbúa nú orðinn svipaður og hann var á
árunum fyrir faraldurinn (mynd II-11). Húsnæðisverð
hefur hins vegar hækkað enn frekar og nam árshækkun
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 22,2% í mars sl. sem
er sú næst mesta síðan hún náði hámarki í maí 2017
(mynd II-12). Þar vegur lítið framboð íbúða líklega þungt
en í apríl voru einungis um 1.000 íbúðir til sölu á landinu
öllu samanborið við tæplega 2.200 fyrir ári og hafa ekki
verið færri frá upphafi mælinga. Þetta mikla misræmi milli
framboðs og eftirspurnar endurspeglast einnig í óvenju-
háu hlutfalli íbúða sem seldar eru yfir ásettu söluverði en
hlutfallið hefur ríflega fjórfaldast frá miðju ári 2020 og
ekki verið hærra frá því að mælingar hófust (mynd II-13).
Þá hefur meðalsölutími íbúða jafnframt verið með stysta
móti en í mars mældist hann um 1,2 mánuðir.
… sem hefur verið umfram þróun grunnþátta frá
miðju síðasta ári
Leiguverð hefur tekið hraustlega við sér á árinu og var
6,3% hærra í mars en í sama mánuði fyrir ári (mynd
II-12). Skýrist hækkunin að einhverju leyti af fjölgun inn-
flytjenda og yngra fólki sem leitar í auknum mæli á leigu-
markað á ný en hlutfall fyrstu kaupenda er nú aftur tekið
að lækka eftir mikla hækkun undanfarin ár. Hækkun
íbúðaverðs er þó enn töluvert meiri en hækkun leigu-
verðs og hlutfall íbúða- og leiguverðs hefur því haldið
áfram að hækka og er vel yfir sögulegu meðaltali. Áþekk
þróun hefur átt sér stað í mörgum öðrum þróuðum ríkj-
um þar sem mikið fjármagn hefur leitað inn á húsnæðis-
markað vegna lægri vaxta og ríflegra stuðningsaðgerða
á tímum farsóttarinnar (mynd II-14). Líkt og í mörgum
þessara ríkja eru merki um að hækkun húsnæðisverðs
hafi frá miðju síðasta ári verið umfram það sem skýra
megi með þróun þeirra efnahagslegu grunnþátta sem
til lengri tíma ráða mestu um þróun þess (mynd II-15).2
Hert fjármálaleg skilyrði og aukið framboð ættu að
hægja á hækkun húsnæðisverðs
Ljóst virðist að sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum
fyrir faraldurinn hafi ekki annað aukinni eftirspurn eftir
íbúðarhúsnæði í kjölfar faraldursins. Eins og rakið er í
kafla III hafa byggingarframkvæmdir hins vegar verið að
glæðast að undanförnu sem ætti að auka framboð hús-
næðis á næstu misserum og létta á verðþrýstingi á mark-
aðnum. Þá ættu lækkun hámarksveðsetningarhlutfalls
á nýjum fasteignalánum og reglur um hámark greiðslu-
2. Miðað við kvika spá út frá húsnæðisverðsjöfnu þjóðhagslíkans Seðla-
bankans. Sjá nánari umfjöllun í kafla II í Peningamálum 2021/4.
Fjöldi og velta kaupsamninga á landinu öllu1
2. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2022
1. Fjöldi og velta kaupsamninga á kaupdegi íbúða. Fjöldi og velta kaupsamninga
árstíðarleiðrétt af Seðlabanka Íslands en VLF af Hagstofu Íslands. Grunnspá Seðla-
bankans fyrir VLF á 1. ársfj. 2022.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands.
Velta kaupsamninga (v. ás)
Fjöldi kaupsaminga (h. ás)
% af VLF
Mynd II-11
Fjöldi á hverja 1000 íbúa (16-74 ára)
0
5
10
15
20
25
30
0
5
10
15
20
25
30
‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06
Húsnæðis- og leiguverð1
Janúar 2015 - mars 2022
1. Húsnæðis- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Frávik hlutfalls húsnæðis- og
leiguverðs frá meðaltali 2011-2022 mælt í fjölda staðalfrávika.
Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands.
Vísitala íbúðaverðs (v. ás)
Vísitala leiguverðs (v. ás)
Hlutfall íbúða- og leiguverðs (h. ás)
12 mánaða breyting (%)
Mynd II-12
-5
0
5
10
15
20
25
-1
0
1
2
3
4
5
Frávik frá meðaltali (fjöldi staðalfrávika)
2021202020192018201720162015
Íbúðir seldar yfir auglýstu söluverði og meðalsölutími
á landinu öllu1
Janúar 2017 - mars 2022
1. Hlutfall íbúða sem seldar eru yfir auglýstu söluverði af heildarfjölda seldra íbúða.
Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal. Fjöldi kaupsamninga árstíðarleiðréttur af Seðla-
bankanum.
Heimildir: Fasteignavefur Morgunblaðsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Þjóðskrá
Íslands, Seðlabanki Íslands.
Selt yfir auglýstu söluverði (v. ás)
Meðalsölutími (andhverfur h. ás)
Hlutfall (%)
Mynd II-13
0
10
20
30
40
50
5
4
3
2
1
0
Mánuðir
20212020201920182017