Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 30

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 30
PENINGAMÁL 2022 / 2 30 III-17). Horfur eru á liðlega 5% vexti á næsta ári sem er svipað og spáð var í febrúar. Líkt og í febrúar er áætlað að heildarmagn útflutnings verði svipað í lok spátímans og það var árið 2019. Hægir á vexti innflutnings Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 8,9% milli fjórðunga á fjórða ársfjórðungi í fyrra og um 20,3% milli ára á árinu í heild (mynd III-18). Á seinni hluta ársins var heildarinnflutningur orðinn meiri en fyrir faraldurinn. Þar vó aukinn vöruinnflutningur þungt en hann jókst um 21% milli ára á árinu líkt og spáð var í febrúar. Aukinn innflutningur skipa og flugvéla vó þungt en annar inn- flutningur var einnig óvenju mikill. Vísbendingar eru um áframhaldandi hraðan vöxt vöruinnflutnings á fyrsta ársfjórðungi en nú er gert ráð fyrir að hraðar dragi úr honum á seinni hluta ársins en spáð var í febrúar. Breytinguna má m.a. rekja til þess að horfur eru á aðeins hægari bata í ferðaþjónustu auk þess sem líkur eru á töfum í innflutningi ákveðinna vara vegna áhrifa átak- anna í Úkraínu. Talið er því að vöruinnflutningur aukist um 6,4% á árinu í stað 8,2% í febrúar. Þjónustuinnflutningur jókst um 55% milli ára á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem er töluvert meiri vöxtur en fjórðungana á undan, og um 18,6% milli ára á árinu í heild eða rúmum 3 prósentum meira en spáð var í febrúar. Munurinn skýrist að miklu leyti af einskiptis- áhrifum aukins innflutnings á fjarskipta- og upplýsinga- þjónustu á fjórða ársfjórðungi. Vöxtinn má að mestu leyti rekja til aukinna útgjalda Íslendinga á ferðalögum erlendis en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði hratt á þriðja og fjórða fjórðungi í fyrra. Aðrir undirliðir þjónustuinnflutn- ings jukust þó einnig töluvert. Vísbendingar eru um að vöxtur þjónustuinnflutnings á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi einnig verið meiri en áætlað var í febrúar þar sem utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði áfram hraðar enda virðast áhrif Ómíkron-bylgju faraldursins á ferðavilja hafa verið minni en gert var ráð fyrir. Horfur eru því á að ferð- um Íslendinga til útlanda fjölgi enn meira á árinu en áætl- að var og að þjónustuinnflutningur aukist því meira. Talið er að innflutningur í heild aukist heldur hægar en spáð var í febrúar eða um 12,4% í ár og 3,5% á næsta ári. Horfur á viðvarandi halla á viðskiptajöfnuði út spátímann Halli á viðskiptajöfnuði nam 5,1% af landsframleiðslu á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 2,8% á árinu öllu. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem halli mælist á heilu ári. Mikil breyting varð á samsetningu viðskiptajafnaðar frá árinu á undan sem má rekja til aukins halla á vöru- skiptajöfnuði og viðsnúnings á jöfnuði frumþáttatekna Útflutningur og framlag undirliða 2015-20241 1. Vegna keðjutengingar getur verið að summa undirliðanna sé ekki jöfn heildar- útflutningi. Ferðaþjónusta er samtala á „ferðalögum“ og „farþegaflutningum með flugi“. Álútflutningur skv. skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ferðaþjónusta Sjávarafurðir Útflutningur alls Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-17 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 2024202320222021202020192018201720162015 Álafurðir Annar útflutningur 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015 Innflutningur vöru og þjónustu1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2021 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Innflutningur alls Þjónusta Vísitala, 2010 = 100 Mynd III-18 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 202120202019201820172016201520142013201220112010 Vörur ‘21‘2‘19‘18‘17‘ 6‘15‘14‘13‘12‘11‘ 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.